fbpx

ÓSKALISTI FYRIR ÍSLENSKA SUMARIÐ

LÍFIÐÓSKALISTI

Halló!

Ég er búin að liggja yfir netverslunum síðustu vikur en það er mjög gaman að taka stundum “window shopping” á netinu, sérstaklega núna í fæðingarorlofinu og á þessum skrítnu tímum. Það er orðið ansi langt síðan að ég skoðaði eitthvað handa mér, síðast liðið ár hef ég bara verið að skoða netverslanir hjá barnafataverslunum. Ég veit ekki hvort þetta sé vorið, þessi mikla innivera og verandi nýbúin að eignast barn en mig langar að endurnýja allt, mér finnst ég ekki eiga nein föt og finnst flókið að finna mér föt sem henta brjóstagjöfinni haha – einhver vonandi að tengja! Ég held að það muni líka gera helling fyrir sjálfstraustið og að koma sér “aftur” í gírinn með því að kaupa sér ný föt og pása aðeins kósýgallann stundum.

Mig langaði að deila með ykkur nokkrum fallegum vörum sem hafa gripið áhuga minn síðastliðnar vikur og held að þær séu fullkomnar fyrir íslenska sumarið –

Sólgleraugu – Outta Love – Það er alltaf gaman að fá sér ný sólgleraugu fyrir sumarið

 Mini Letra – Á fyrir Áslaugu Rún en þetta er búið að vera á óskalistanum mínum síðan ég var ólétt

Nike Air Max Graviton – Ótrúlega flottir strigaskór, mér finnst ég verða að eiga hvíta strigaskó á sumrin og ótrúlegt en satt þá passa ég eiginlega ekki í strigaskónna mína í augnablikinu!

Dynja dúnvesti frá 66 norður – Vesti er fullkomið fyrir íslenska sumrið að mínu mati

Húfa – Andrea by Andrea – Ég er mikið að fara í göngutúr með vagninn þessa dagana og góð húfa er eitthvað sem er á óskalistanum

Cayman Pocket Beige  – Ótrúlega fallegt veski sem hægt er að nota við margt

AndreA – Knit Cardigan Long – Gullfalleg peysa sem hentar vel brjóstagjöfinni

Takk fyrir að lesa og þið getið fylgst meira með mér hér @gudrunsortveit xx

FÖRÐUN SEM FRÍSKAR UPP Á ÚTLITIÐ

Skrifa Innlegg