fbpx

ÓSKALISTI FYRIR FYRSTU DAGANA

MEÐGANGA
*Færslan er ekki kostuð

Halló!

Það styttist með hverri vikunni í litlu stelpuna okkar og mér líður eins og litlu barni að bíða eftir jólunum, þessi endalausa bið ..

Það er margt sem ég á eftir að gera og hlakka ég til að klára skólann svo ég geti farið að einbeita meira af þessari svokölluðu hreiðursgerð. Ég ákvað strax að byrja safna hlutum snemma og dreifa kaupunum á stærstu hlutina á mismunandi mánuði. Þannig þetta fer smátt og smátt að smella hjá okkur.

Mér bauðst að gera óskalista fyrir fyrstu dagana eða spítalatöskuna í jólabækling Petit. Þessi jólabæklingur er líklegast uppáhalds tímaritið mitt þessa stundina og er ég búin að skoða hann oft. Ég er strax byrjuð að hlakka til jólanna á næsta ári! Það er svo fyndið hvað maður dettur í allt annan gír á meðgöngunni og finnst mér ekkert skemmtilegra en að heyra fæðingarsögur eða um brjóstagjöf og vel frekar að skoða barnaföt heldur en föt á sjálfan mig, fleiri óléttar að tengja við þetta haha?

Það var ótrúlega gaman að fá að deila mínum óskalista. Fyrir ykkur sem vitið það ekki en þá vann ég einu sinni í smá tíma í Petit og má segja að ég hafi fengið Petit hjarta eftir að vinna þarna. Það er líka skemmtilegt að segja frá því að ég kynntist Linneu, eiganda Petit, hérna á Trendnet. Það er svo ótrúlega gaman að fylgjast með henni, sjá hvað Petit hefur stækkað og svo margt spennandi framundan hjá þeim.

Það var ótrúlega gaman að týna saman þessa fallegu hluti og hefði þessi listi geta verið endalaus!

Takk fyrir að lesa xx

Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

HÁTÍÐARFÖRÐUN #1

Skrifa Innlegg