fbpx

ORKUBOMBA FYRIR HÚÐINA

FÖRÐUNSAMSTARFSNYRTIVÖRUR

Halló!

Ef það er eitthvað sem er ómissandi í minni förðunarrútínu og má kannski segja að sé mitt förðunartrix þegar kemur að ljómandi förðun, þá er það er rakasprey. Gott rakaprey frískar uppá húðina, gefur raka og lætur förðunina haldast á lengur.

Rakaspreyið sem er búið að vera í stanslausri notkun hjá mér síðustu mánuði er MÁDARA INFINITY MIST PROBIOTIC ESSENCE. Þetta er yndislegt rakapsrey sem inniheldur hyalorinc sýru, veitir ljóma, raka, styrkir og verndar filmu húðarinnar, kemur í veg fyrir vökvatap og auk þess inniheldur það Probiotic-lactobacillus sem gefur jafnvægi á þarmaflóru húðarinnar. Þannig þetta rakasprey er algjör orkubomba fyrir húðina. Ég er búin að vera dugleg að spreyja þessu yfir andlitið á daginn þegar ég er ómáluð en nota þetta líka þegar ég er að farða mig.

Förðunartips:

Mér finnst það alltaf vera punkturinn yfir i-ið að spreyja rakapreyi eftir að ég er búin að farða mig. Síðan er einnig hægt að nota rakapreyið eitt og sér, mjög þægilegt fyrir mömmur sem eru kannski þreyttar og þurfa smá extra raka.

MÁDARA eru lífrænar húðvörur og eru til dæmis fáanlegar hjá Heilsuhúsinu. Heilsuhúsið hefur alla tíð lagt mikið uppúr gæðum og vandar valið þegar kemur að förðunar- og húðvörum. Ég gerði færslu fyrir nokkrum mánuðum um MÁDARA húðvörurnar sem þið getið lesið hér.

Það er TAX FREE af öllum förðunarvörum í Heilsuhúsinu. Að auki er afsláttur af öllum húðvörum frá Mádara, Lavera, Benecos og Dr. Hauschka. Tax free gildir í verslunum og netverslun Heilsuhússins og jafngildir 19,35% verðlækkun.

Takk fyrir að lesa og þið getið fylgst meira með mér hér @gudrunsortveit xx

MEST NOTUÐU SNYRTIVÖRURNAR Í JÚNÍ

Skrifa Innlegg