fbpx

OOTD & SÍÐUSTU VIKUR

LÍFIÐTÍSKA

Halló!

Það er orðið ansi langt síðan að ég settist niður og skrifaði bloggfærslu. Dagarnir líða svo hratt, ég sem hélt að það væri algjör klisja hvað tíminn líður hratt þegar maður eignast barn en þetta er sannleikurinn! Það er nánast alltaf eitthvað nýtt að gerast hjá Áslaugu Rún á hverjum degi og magnað að fylgjast með litlum einstaklingi vera að mótast. Áslaug Rún verður 6 mánaða (Omg!) eftir nokkra daga og mér finnst fyrst núna við vera detta í smá rútínu. Það tekur tíma að aðlagast þessu öllu saman og vera gera það sama og maður gerði fyrir barn. Þótt að tímarnir eru skrítnir núna þá er ég samt ótrúlega spennt fyrir komandi tímum en ég er búin að vera vinna að nokkrum verkefnum sem ég hlakka mikið til að deila með ykkur.

Ég er annars búin að vera mjög virk á instagram og er að vinna í því að byrja að taka upp IGTV en það er hægara sagt en gert með lítið barn haha. Það er einnig gjafaleikur í gangi núna á instagram-inu mínum sem ég mæli mikið með að taka þátt í. Þetta er gjafaleikur í samstarfi við upprennandi hönnuðinn Sögu Sif og ætlum við að gefa einum heppnum flík eftir hana, eins og til dæmis þessa blússu sem þið sjáið á myndinni fyrir ofan.

OOTD um daginn þegar ég kíkti aðeins á Sögu Sif og fékk meðal annars að máta þennan fallega bol og er hann strax kominn á óskalistann.

OOTD

Sólgleraugu: Gina Tricot

Bolur/peysa: Sage by Saga Sif

Buxur: ZARA

Skóra: NIKE

Mesh kjóll: ZARA (keyptur fyrir nokkrum árum)

Blazer: ZARA

Skart: My Letra

Taska: Vintage Louis Vuitton

Takk fyrir að lesa og þið getið fylgst meira með mér hér @gudrunsortveit xx

ORKUBOMBA FYRIR HÚÐINA

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Arna Petra

    12. August 2020

    ?

  2. Elísabet Gunnars

    13. August 2020

    Flotta mamma!!