*Allar vörurnar keypti greinahöfundur sjálf
Halló!
Ég kíkti aðeins á konukvöld Smáralindar á fimmtudaginn en þar var nóg um að vera og fullt af afsláttum. Mér finnst mjög gaman að kíkja í ZARA þegar ég er í Smáralindinni. Þar sá ég fallega og létta kápu. Síðan var kápan á 36% verðlækkun en hún var alls ekki dýr fyrir þannig ég gat ekki sleppt henni. Á föstudaginn póstaði ég mynd af mér á instagram í nýju kápunni minni og fékk margar fyrirspurnir hvaðan hún sé. Mig langar líka að vera duglegri að deila með ykkur OOTD eða semsagt “outfit of the day” hérna á blogginu en ég er eitthvað feimin við það haha. Ég reyni að kaupa flíkur sem ég veit að ég á eftir að nota mikið og passa við margt af því sem ég á nú þegar.
Ég ætla að deila með ykkur dressinu frá toppi til táar –
Kápa: ZARA Bolur: H&M Buxur: Vero Moda Sokkar: NIKE Skór: NIKE Sólgleraugu: Rayban Veski: Zara Eyrnalokkar: Spútnik
Takk fyrir að lesa xx
– Guðrún Helga Sørtveit
Skrifa Innlegg