*Vörurnar fékk greinahöfundur að gjöf/sýnishorn
Mér var boðið á viðburð um daginn og þar var verið að kynna nýtt snyrtivörumerki á íslandi sem heitir INIKA. Ég hafði aldrei heyrt um þetta merki en þetta er upprunalega frá Ástralíu og er búið að vera gera góða hluti þar. Þetta var mjög flottur viðburður, merkið var kynnt fyrir okkur og fengum við að heyra reynslu sögur frá þeim sem höfðu notað vörurnar. Mér fannst líka gaman að sjá að það var gerð íslensk auglýsingaherferð með íslenskri fyrirsætu og gat maður séð mismunandi farðanir útum allan salinn.
Snyrtivörurnar frá INIKA eru allar vegan og eru ekki prófaðar á dýrum en einnig eru allar vörurnar unnar úr náttúrulegum efnum. Þessar vörur hafa verið að koma ótrúlega vel út á þeim sem eru með viðkvæma húð eða ofnæmi.
Yndislega Birgitta Líf xx
Ég fékk síðan ótrúlega veglega tösku í gjöf með nokkrum vörum, ég er ekki búin að prófa þær allar strax en skellti á mig varalitnum.
Í töskunni var meðal annars grunnur undir farða, kinnalitur og varalitur
Varaliturinn er kremaður og þekur vel, þessi er bleiktóna “nude” og heitir einmitt Nude Pink.
Ég hlakka til að prufa mig áfram með þessar vörur og gaman að fá nýtt snyrtivörumerki á íslenskan markað!
Takk fyrir að lesa xx
– Guðrún Helga Sørtveit
Snapchat: gsortveitmakeup
Skrifa Innlegg