fbpx

NÝTT Í SNYRTIBUDDUNNI

FÖRÐUNSNYRTIVÖRUR

Gleðilegan sunnudag kæru lesendur.. Mig langaði að deila með ykkur tveimur nýjungum sem ég keypti mér um daginn. Einsog það er gaman að prófa nýjar snyrtivörur og alltaf eitthvað nýtt að koma þá gleymir maður oft þessum “gömlu góðu”. Ég var í Hagkaup um daginn og sá þar True match hyljarann en það var fyrsti hyljarinn sem ég prófaði. Ég fékk smá flashback í búðinni og ákvað að kaupa hann. Síðan sá ég um daginn að augabrúnavara frá Maybelline hafi unnið Allure verðlaunin og ég var mjög hissa að ég hafði aldrei prófað þessa vöru áður þannig ég tók hana líka með.

 

*Vörurnar keypti greinahöfundur sjálf

 

TRUE MATCH CONCEALER

True match hyljarinn er kominn í nýjar umbúðir og finnst þær mun þægilegri

Ásetjarinn er orðinn lengri og aðeins breiðari sem gerir það að verkum að það er mun auðveldara að bera hyljarann á. Formúlan er meðal þekja og hentar vel dagsdaglega. Hann blandast ótrúlega vel og er alveg eins og mig minnti.

 

MAYBELLINE BROW PERCISE – FIBER FILLER

Einsog ég var búin að segja þá fékk þessi augabrúnavara verðlaun frá Allure. Ég var mjög hissa að hafa aldrei prófað þessa vöru en hún er æðisleg. Ég er búin að nota hana á hverjum einasta degi síðan að ég fékk hana. Greiðan er mjög skringilega í laginu en það eru bara gúmmí hár öðru megin. Maður greiðir því gegnum augabrúnirnar einsog maður væri að greiða á sér hárið. Augabrúnirnar verða ótrúlega þykkar en varan inniheldur trefjar. Það er mjög þægilegt að grípa í þetta á “no makeup, makeup” dögum.

FYRIR

Hérna er ég með ekkert í augabrúnunum og engan lit í þeim

 

EFTIR

Hérna er ég búin að greiða í gegn og er bara með þessa augabrúnavöru. Þetta gerir svo mikið fyrir augabrúnirnar og ef ég væri búin að lita þær þá þyrfti ég ekkert að laga þær til með augabrúnablýanti.

Ykkur er velkomið að fylgjast með mér á miðlunum mínum ..

Snapchat: gsortveitmakeup

Instagram: gudrunsortveit

BÓLA VERÐUR AÐ BJÚTÍBLETT

Skrifa Innlegg