fbpx

NÝTT FRÁ RORO

ÁSLAUG RÚNFYRIR BARNIÐMEÐGANGASAMSTARF
*Færslan er í samstarfi við RoRo

Halló!

Ég hef lengi ætlað að deila með ykkur ánægju minni af Lulla Doll by RoRo eða Lúllu eins og við köllum hana. Dóttir mín fékk þessa dúkku í nafnaveislu gjöf frá vinkonu minni og byrjaði hún strax að nota hana. Hún var þá fjögurra mánaða og ég vildi óska að við hefðum eignast þessa dúkku fyrr. Mér fannst hún hjálpa okkur að hugga og róa hana. Það er mögnuð saga á bakvið dúkkuna og hefur unnið til margra verðlauna. Ég var því mjög mikið til í samstarf þegar eignandi RóRó sendi mér línu. Við höfum notað þessa dúkku í sex mánuði og fannst mér því tilvalið að segja ykkur frá nýjungum og minni reynslu.

Lúlla stuðlar að bættum svefni, vellíðan og öryggistilfinningu barna. Hönnun dúkkurnar er byggð á rannsóknum sem sýna að nærvera umönnunaraðila hefur margvísleg jákvæð áhrif á ungabörn. Lúlla spilar upptöku af raunverulegri öndun og hjarslætti í 12 klst. Ég svaf til dæmis fyrstu dagana með dúkkuna hjá mér, mjög fyndið haha, svo að hún myndi lykta eins og ég. Það hjálpaði mikið þegar dóttir mín átti erfitt með svefn að kveikja á dúkkunni, þannig hún myndi finna öryggistilfinningu og ró. Þá leið henni eins og ég væri hjá henni.

Hérna eru nokkrir jákvæðir þættir sem Lúlla dúkkan hefur.

– Sofna auðveldar

– Halda betur svefni

– Róa börnin fyrir svefn

– Sofa lengur í daglúrum

– Aðlagast nýjum í aðstæðum

– Líða betur á ferðinni

– Finna fyrir öryggi og huggunNúna er komnir ótrúlega sætir kósýgallar fyrir Lulla doll. Hugmyndin á bakvið fötin eru sú að börn ná að tengjast dúkkunni enn betur og eykur þannig tilfinningagreind barnsins og einnig hugmyndarflug. Hönnunin er innblásin af íslenskri náttúru, og lifa öll dýrin villt á Íslandi í dag.

Nýtt frá RóRó er Lulla Owl er svefnfélagi og huggari sérstaklega hönnuð fyrir minnstu börnin. Hún er líka hönnuð til þess að vera auðveld að taka með og auðvelt að festa á vöggu eða rúm. Uglan spilar upptöku af raunverulegri öndun og hjartslætti í 24 klst sem veitir barninu stöðuga huggun og ró.

Takk fyrir að lesa og þið getið fylgst meira með mér hér @gudrunsortveit xx

ÓSKALISTINN HENNAR

Skrifa Innlegg