fbpx

NÝTT & FALLEGT HEIMA

LÍFIÐSAMSTARF

Gleðilegan sólardag, ég vona að þið hafið notið dagsins í botn en það er ótrúlega hvað smá sól getur gert mikið fyrir andlegu hliðina!

Það er komin tími á smá “home update” en ég er loksins búin að hengja upp myndir heima. Það að velja myndir fyrir hvert rými og finna út hvar þær eiga að vera, tók mun lengri tíma en ég gerði mér grein fyrir. Ég var búin að leita lengi af myndum sem myndu passa vel inn í stofuna og tóna vel við allt. Eftir langa leit fann ég þær loksins hjá Heiðdísi á Norðurbakkanum í Hafnarfirði (í besta bænum) myndir eru æðislegar inn í stofu.

Þessar myndir passa einstaklega vel við allt inn í stofu, ég er í skýjunum með þær!

Mig langaði líka að segja ykkur frá því að Heiðdís er með lagersölu núna þangað til að birgðir endast, ég mæli því með að hafa hraðar hendur. Ég er búin að sjá úrvalið af lagersölunni á instagraminu hennar og myndirnar eru hver annarri fallegri! Þið finnið frekari upplýsingar inná miðlunum hennar.

Instagram: @heiddddddis

Facebook: Heiddddddinstagram

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

VITAMIN C GLOW PEEL

Skrifa Innlegg