*Færslan er ekki kostuð
Vá hvað gærdagurinn var æðislegur! Ég vona að sem flestir hafa notið sín vel í sólinni en ég naut dagsins í botn.
Ég byrjaði daginn á því að fara í sund með vinkonum mínum í sólinni og fórum við síðan á nýjan stað í Hafnarfirði sem heitir BRIKK. BRIKK er staðsett á ótrúlega fallegum stað í miðbæ Hafnarfjarðar en við vinkonurnar erum allar úr Hafnarfirði og er því þessi staður fullkominn fyrir okkur. Það er hægt að fá allskonar brauðmeti, súpur, sætabrauð og fleira. Við vorum ekkert smá sáttar með þennan stað en við sátum úti í góða veðrinu og horfðum á hafið, yndislegt.
Ég ætla klárlega að fara aftur og verð líklegast orðin fastagestur áður en ég veit af. Ég mæli eindregið með að gera sér ferð í Hafnarfjörð á þennan flotta stað og labba síðan meðfram sjónum.
Takk fyrir að lesa xx
– Guðrún Helga Sørtveit
Snapchat: gsortveitmakeup
Skrifa Innlegg