fbpx

NÝ FALLEG LÍNA AF BORÐBÚNAÐI FRÁ MÚMÍN MEÐ FALLEGUM BOÐSKAP

HEIMALÍFIÐ
*Færslan er í samstarfi við Múmín á Íslandi

Halló!

Gleðilegan bolludag.. í gær og gleðilegan sprengjudag! Vonandi fenguð þið ykkur bollur og nutuð um helgina. Ég tók forskot á sæluna á laugardaginn, fékk mér bollur og notaði nýja fína borðbúnaðinn minn frá Múmín. Fyrir ykkur sem vitið það ekki en þá er ég mikill múmín aðdáandi og búin að vera það í mörg ár. Ég er búin að vera safna þeim lengi og mér var boðið að fá nýjustu línuna frá Múmín og vekja athygli á því flotta málefni sem Múmín er að gera í samstarfi við Barnaheill. Þetta er einstaklega falleg lína að mínu mati með enn fallegri sögu og boðskap.

Þessi nýja lína af Múmínborðbúnaði er myndskreytt með sögunni um ósýnilega barnið Ninny og Múmínsnáða. Ninny kemur fram í smásögunni The Invisible Child sem er hluti af sögusafninu Tales from Moominvalley eftir Tove Jansson og var fyrst gefið út árið 1962. Myndefnið af Múmínsnáðanum er úr myndasögu sem kallast Moomin and the Martians og er frá árinu 1957. Báðar línurnar innihalda krús, skál og disk, en ein Evra af hverjum seldum Ninny eða Múmínsnáðabolla hér á landi árið mun renna til Barnaheilla – Save the Children á Íslandi. Herferðinni er ætlað að styðja við réttindi og velferð barna.

Sögur um mikilvægi umhyggjunnar

Í sögu Tove Jansson um ósýnilega barnið fær Múmínfjölskyldan gest í heimsókn, hana Ninny litlu. Ninny varð ósýnileg þar sem hún var svo hrædd við fyrrum umsjónaraðila sinn sem kom mjög illa fram við hana. Hún þorir ekki að tala, leika sér eða hlæja. Einu hljóðin sem koma frá henni eru í bjöllu á hálsinum á henni.

Múmínfjölskyldan býður stúlkunni inn á heimilið sitt og hugsar vel um hana þannig að Ninny fer smám saman að fá sjálfstraustið til baka og verða meira og meira sýnileg. Fljótlega sjá þau litlar tær birtast í stiganum og svo í kjölfarið fótleggina. Dagarnir líða og enn eru þau ekki farin að sjá andlit hennar.

Múmínsnáðinn forvitni og hugulsami reynir allt sem hann getur til að hjálpa Ninny. Hann hvetur hana áfram og reynir að kenna henni alla leiki sem hann kann. Smám saman fer litla andlitið hennar að birtast þegar hún fær hugrekki til að tjá tilfinningar sínar.

Ninny er ein af þeim Múmín persónum sem mest hefur verið óskað eftir að fái sína vörulínu. Sagan um barnið sem hefur verið misþyrmt á enn jafn vel við og er enn jafn áhrifamikil og þegar hún var skrifuð. Það er sérstök ástæða fyrir því að Ninny línan var sett á markað í ár, en samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barna verður 30 ára á árinu.

Image result for ninny the invisible child

Image result for ninny the invisible child

Myndefnið í sögunni um Múmínsnáðann fjallar um Marsbúa sem er týndur. Múmínfjölskyldan heyrir viðvörun í útvarpinu um fljúgandi fyrirbæri sem nálgast jörðina og skyndilega lendir það í eldhúsgarði Múmínmömmu. Múmínsnáðinn ákveður að fela Marsbúann sem leitað er að, en meira að segja lögreglan er farin að leita að honum. Í sögunni tala Marsbúinn og Múmínsnáðin saman í gegnum einhverskonar galdrakassa.

Image result for ninny the invisible child

Mér finnst þessar báðar myndskreytingar svo ótrúlega fallegar og þá sérstaklega myndskreyting af ósýnilega barninu Ninny. Sagan af Ninny, ósýnilega barninu, hefur mikil áhrif á mig og þess vegna finnst mér mikilvægt að vekja athygli á þessu. Margt smátt gerir eitt stórt. Það er líka eitthvað við það að drekka kaffi úr múmínbolla og gaman að safna bollum sem koma í takmörkuðu upplagi sem gerir það að verkum að hver bolli verður verðmætari og verðmætari.

Takk fyrir að lesa xx

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

MIÐBÆJARRÖLT

Skrifa Innlegg