fbpx

NORDIC FACE AWARDS

FÖRÐUNSAMSTARFSNYRTIVÖRUR

Halló kæru lesendur og gleðilegt helgarfrí eða ég er allavega komin í helgarfrí! Þið afsakið bloggleysið seinustu vikuna en ég var á ferð og flugi alla vikuna. Þið sem fylgtust með Trendnet instastory í vikunni vitið eflaust að ég var stödd í Svíþjóð á förðunarkeppni. Nyx Professional Makeup bauð mér á Nordic Face Awards í Svíþjóð, þetta er árleg förðunarkeppni. Þetta var ótrúlega flott og ég er ekkert smá þakklát yfir að hafa fengið það tækifæri að fara út og upplifa Nordic Face Awards.

Fyrir ykkur sem vitið ekki hvað Nordic Face Awards er þá er þetta stærsta förðunarkeppni í heiminum. Til þess að taka þátt þarf maður einungis að deila förðunarmyndbandi á instagram, það er ekki flóknara. Það skiptir engu máli hversu marga fylgjendur maður er með eða hvort maður sé lærður förðunarfræðingur.. eina sem skiptir máli eru hæfileikarnir. Síðan er valið topp 30, svo topp 15 og því næst topp 5. Þetta er gríðalega stórt tækifæri sem Nyx Professional Makeup er að gefa fólki en margir sem hafa tekið þátt eru núna eitt af andlitum merkisins. Vinningishafinn hlýtur 10.000 euros, ársbirgðir af Nyx Professional Makeup snyrtivörum og ferð til L.A. að taka þátt í Face Awards keppninni þar. Þannig ég mæli svo sannarlega með að fylgja @nyxcosmeticsnordics á instagram og taka þátt á næsta ári!

Nyx Professional Makeup er hægt að nálgast í Hagkaup Smáralind og Hagkaup Kringlunni. Þetta eru vörur á góðu verði og endalaust úrval.

Það er ótrúlegt að sjá allt þetta flotta fólk sem tekur þátt og það var ein íslensk sem komst í topp fimm. Það er hún Lilja Þorvarðardóttir og stóð sig fáránlega vel! Hún hlaut verðlaun fyrir söguna sína í lokamyndbandinu sínu, ég mæli með að fara og horfa á það hér.

Hérna er ferðin í myndum en ég er ennþá í skýjunum og endalaust þakklát að fá svona skemmtilegt tækifæri, takk fyrir mig Nyx Professional Makeup xx

 

Ég setti þennan æðislega fljótandi highlighter á andlitið á mér og fæturnar. Það kom ótrúlega vel út en þið getið séð hvað fæturnir mínir ljómuðu á næstu myndum haha. Þetta er væntanlegt Íslands!

Það eru margir oft að spyrja út í þessa tösku og hvort ég hafi keypt mér en nei. Ég var svo heppin að mamma mín fékk þessa tösku alla leið frá París þegar hún var 18 ára.. þykir mjög væntum hana.

Sandra Sif sem var í topp 30 og Lilja sem var í topp 5 – Ekkert smá hæfileikaríkar!

Erna Hrund vörumerkjastjóri Nyx Professional Makeup, ofurkona með meiru <3

Ég fékk margar spurningar út í þennan dásamlega kjól en hann er frá Andrea by Andrea, flottasti fatahönnuðurinn! Hún mamma mín á hann og keypti hann fyrir 50 ára afmælið sitt.. algjör skvís. Þetta er draumakjóll og vildi óska að ég gæti keypt hann líka en hann er því miður alveg uppseldur.

  Svartur hamborgari

Vinningshafinn í ár var Rita Ermin frá Noregi

Harpa Kára, Silla, Sara og Erna Hrund <3

Þessar ofurkonur og fyrirmyndir! Þetta var æðisleg ferð með þeim

Síðan var rúta fyrir alla uppá hótel eftir viðburðinn og allir orðnir frekar þreyttir eftir þennan skemmtilega dag

Goodie bag sem við fengum xx

Á leiðinni heim –

 

Takk fyrir að lesa alltaf og vonandi eigið þið yndislega helgi xx 

– Guðrún Sørtveit

Þið getið fylgst meira með mér hér

Instagram: gudrunsortveit

 

 

LÉTT & RAKAGEFANDI SÓLARVÖRN

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

 1. Andrea

  9. June 2018

  Và hvað þú ert flott ?
  Þið Mamma þín eigið þennan kjol saman núna Haha
  Hann er ekkert smá flottur á þér og við þemað ?
  Geggjaður myndir – það hefur greinilega verið mjög gaman hjá ykkur.
  Þvílíkar drottningar ??
  Love
  A

  • Guðrún Sørtveit

   11. June 2018

   Takk elsku besta <3 Þú ert snillingur! Já það er alveg klárt haha :-D