fbpx

NOMI: STÓLL SEM VEX MEÐ BARNINU

LÍFIÐMEÐGANGASAMSTARF
*Færslan er unnin í samstarfi við Epal og Evomove

Halló!

Það styttist í settan dag og erum við á fullu að undirbúa komu barnsins. Ég er búin að vera smá (mjög) ýkt og vill að allt sé tilbúið, helst í gær haha en þetta er þessi svokallaða hreiðursgerð. Við erum nánst komin með allt það mikilvægasta sem við þurfum. Við hugsuðum vel út í allt sem við ætluðum að kaupa og pældum mikið í notagildi á hlutunum. Ég held að það sé ótrúlega mikilvægt að velja vel, velja þá sérstaklega hluti sem vaxa með barninu og sem eiga eftir að nýtast manni vel næstu árin.

Þegar maður verður óléttur og fer að pæla í allskonar hlutum fyrir barnið þá er eins og maður detti inn í nýjan heim og það getur verið yfirþyrmandi. Það er ótrúlega mikið í boði og mikilvægt að kynna sér hlutina vel. Við pældum mikið í því hvernig matastól við ættum að fá okkur en það er mikið úrval af allskonar matarstólum í boði.

Við ákváðum síðan eftir mikila umhugsun að velja NOMI matarstólinn en það eru margar ástæður fyrir því afhverju við völdum þennan stól fram yfir aðra. Aðal ástæðan afhverju við völdum þennan stól er öryggið og er þessi stóll margverðlaunaður. Barnið getur notað þennan stól strax við fæðingu og fram að fullorðins árum. Mér finnst líka frábær kostur að hægt sé að gera stólinn að sínum með því að velja lit og annað sem passar inn á heimilið. Síðan fékk þessi stóll fékk frábær meðmæli frá vinkonum mínum sem eiga hann og hef ég því séð hann í notkun.

NOMI stóllinn er hannaður af Peter Opsvik sem þekktastur er fyrir hönnun sína á einum þekktasta barnastól í heiminum í dag, Tripp Trapp. Tripp Trapp stólinn hannaði Opsvik fyrir dóttur sína árið 1972 en Nomi stólinn hannaði hann hinsvegar fyrir barnabarn sitt og byggði þá á áratuga reynslu, þekkingu og prófunum á Tripp Trapp með það í huga að hanna besta og öruggasta barnastól í heimi, jafnt í útliti sem notagildi. Nomi stóllinn hefur stóllinn hlotið ótal verðlaun og viðurkenningar, þannig það má segja að Peter hafi tekist þetta.

NOMI hefur verið prófaður samkvæmt alþjóðlegum öryggisstöðlum og kemur best út af öllum öðrum barnastólum. Viðurinn í stólnum er samkvæmt alþjóðlegum FSC stöðlum á meðan að plast partarnir eru gerðir úr endurunnu plasti (polypropylene) án parabena og þala sem talin eru geta verið skaðleg ungum börnum.

 

Frábær kostur að það sé hægt að velja lit og við eftir sínu höfði

NOMI stólinn er hægt að nota strax frá fæðingu barns með sérstöku ungbarnasæti sem dugar til um það bil 6 mánaða aldurs. Því er síðan skipt út fyrir barnasæti þar til barnið er orðið nægilega stórt að það þurfi ekki auka stuðning og geti klifrað í og úr stólnum án hjálpar. Nomi stóllinn hentar án aukahluta fyrir barnið fram yfir unglingsárin.

Það sem heillaði mig við NOMI stólinn er að barnið getur strax byrjað að nota stólinn frá fæðingu. Barnið getur því verið í sömu hæð þegar við borðum kvöldmat eða annað við matarborðið. Notagildið er líka mjög mikið en til dæmis ætlum við ekki að fá okkur ömmustól eða allavega ekki í bili því við sáum svo mikið notagildi í ungbarnastykkinu. Það er hægt að fá leikgrind sem hægt er að festa á stólinn.

Það var mjög einfalt og þægilegt að setja stólinn saman, það þarf engin verkfæri heldur fylgir allt með sem þarf. Síðan þarf bara að skrúfa af ungbarnasætið til að setja sætið þegar barnið er orðið um það bil 6 mánaða.

Stóllinn vegur ekki nema 5 kg og því ótrúlega auðvelt að færa stólinn til um heimilið. Það er hægt að hengja stólinn á borðið þegar gólfið er þrifið, það er stór kostur þegar maður býr til dæmis í lítilli íbúð. Það eru líka gúmmí hnappar undir stólnum sem koma í veg fyrir að boriðið rispist og mjög auðvelt að þrífa stólinn.

NOMI stóllinn fæst á Epal.is

Takk fyrir að lesa xx

Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

LÍFRÆNAR & VEGAN HÚÐVÖRUR

Skrifa Innlegg