Halló!
Núna er aldeilis farið að kólna og ég finn hvað húðinni minni vantar meiri raka. Ég hef líka verið að fá spurningar á instagram og frá vinkonum mínum hvaða rakakremum ég mæli með. Það er mjög algengt á þessum tíma árs að húðin fer að vera þurrari og oft viðkvæmari. Mig langaði að mæla með nokkrum kremum sem gefa góðan raka og næringu.
Þetta eru mörg mismunandi rakakrem og reyni ég að fara vel yfir þau. Ég hef prófað þau öll og get því mælt með þeim en það er ótrúlega mismunandi hvað hentar hverjum og einum. Vonandi hjálpar þessi listi!
CeraVe – Moisturising Cream
Rakamikið krem sem styrkir ysta lag húðarinnar. Þetta er frábært krem fyrir þá sem þurfa mikinn raka og næringu. Kremið fer strax inn í húðina og skilur hana eftir vel nærða. CeraVe er hannað af húðsjúkdómalæknum. Formúlan inniheldur til dæmis ceramide sem styrkir ystalag húðarinnar og hyaluronic sýru.
BIOEFFECT EGF + 2A DAILY DUO
Byltingarkennd tvenna sem gefur raka, vinnur gegn sjáanlegri öldrun og skaðlegum umhverfisáhrifum. Þessi vara inniheldur ótrúlega flott innhaldsefni á borð við hyaluronic sýru sem gefur raka, ferulic-sýru sem er andoxunarefni sem berst gegn sinduráhrifum í umhverfinu og azelaic-sýra sem er bólgueyðandi andoxunarefni.
Clinique – Dramatically Different Moisturizing Lotion
Rakabomba frá Clinique sem er hönnuð af húðlæknum. Kremið gefur raka, nærir, mýkir og skilur húðina eftir ljómandi.
Origins – Make a Difference Plus – Ultra-Rich Rejuvenating Cream
Origins eru þekkt fyrir að vera náttúrulegt merki. Þetta krem er næringarríkt og hjálpar húðinni að viðhalda raka sínum. Eflir og styrkir náttúrulega rakhæfni húðarinnar.
BLUE LAGOON HYDRATING CREAM
Rakakrem sem viðheldur rakajafnvægi húðarinnar og skilur hana eftir ljómandi. Kremið inniheldur heldur steinefnaríkan jarðsjó Bláa Lónsins.
the ANTIDOTE Cooling Daily Lotion
Þetta krem hentar vel fyrir stressaða, rauða og pirraða húð. Kremið er létt en gefur góðan raka og kælir húðina.
MÁDARA DAILY DEFENCE
Mádara vörurnar eru lífrænar og eru sérstaklega hannaðar með fyrir húð þar sem loftslagið er þurrt. Þetta krem er einstaklega gott fyrir þurra húð og vera hana gegn kulda og vindi, sem hentar einstaklega vel hérna á Íslandi. Vítamínríkt, mýkir, gefur raka og hjálpar húðinni að endurnýja sig.
Elizabeth Arden Great 8 Daily Moisturizer
Great 8 frá Elizabeth Arden á að vera allt sem maður þarfnast í einni týpu. Það líkist vinsæla Eight hour kreminu en er sérstaklega hannað sem rakakrem fyrir andlitið. Þetta krem verndar húðina og veitir henni ljóma. Formúlan er einstaklega létt en gefur henni góðan raka.
Takk fyrir að lesa og þið getið fylgst meira með mér hér @gudrunsortveit xx
Skrifa Innlegg