*Varan er keypt af greinahöfundi
Halló! Ég verð að deila með ykkur fallega myndaalbúminu sem ég var enda við að kaupa mér. Þetta er hlutur sem mig er búið að langa í lengi og það er alveg komin tími á það að ég fari í gegnum myndirnar mínar. Eins gaman það er og að geta tekið myndir og deilt þeim samstundis, þá er það samt mjög sorglegt hvað maður er löngu hættur að prenta út myndir eða allavega ég. Þannig um leið og ég sá þetta albúm þá ákvað ég að panta mér. Þetta er ótrúlega fallegur hlutur til að vera með uppá borði inn í stofu og gaman fyrir gesti að skoða. Ég hugsa líka að þetta er frábær gjöf fyrir alla og þá sérstaklega einhvern sem á allt. Þetta er líka falleg fermingargjöf.
Hérna er albúmið sem ég keypti mér. Það passar einstaklega vel við allt heima og ég er orðin mjög spennt að prenta út myndir og raða.. vonandi með því að gera þessa færslu þá fresta ég þessu ekki endalaust haha. Það eru síðan til nokkrir litir, skemmtilegar setningar framan á albúminu og það er svo fallegt munstur sem er inn í hverri kápu.
Það er ótrúlega fallegt að blanda þeim saman
Ég mæli með að skoða þessi fallegu myndaalbúm en ég keypti mitt hér
Takk fyrir að lesa xx
– Guðrún Helga Sørtveit
Skrifa Innlegg