fbpx

NAFNAVEISLA

ÁSLAUG RÚNFYRIR BARNIÐLÍFIÐSAMSTARF
*Vörurnar sem eru merktar með * voru fengnar í gegnum samstarf/gjöf

Halló!

Þann síðast liðin miðvikudag, 17. júní eða öllu heldur þjóðhátíðardag okkar Íslendinga þá héldum við uppá nafnaveislu handa Áslaugu Rún dóttur okkar. Eins og með svo margt annað þá þurftum við að bíða með veisluna hennar í nokkra mánuði vegna heimsfaraldursins. Nafnið átti því alltaf í byrjun að vera óvænt en við ákvaðum síðan að tilkynna bara nafnið því við vissum að við þyrftum að bíða með veisluna og engin vissi hversu löng biðin það yrði.

Dagurinn var yndislegur í alla staði og fengum við glampandi sól en við grínuðumst með það að við ættum þessa sól inni eftir að Áslaug Rún fæddist í stormi. Veislan var haldin heima hjá foreldrum mínum í húsi sem ég ólst að hluta til upp í sem var ótrúlega dýrmætt. Við ákvaðum að hafa sumar stemningu og vorum með tjald út í garði og grillaðar pulsur. Þannig við vorum mikið að treysta á sólina og hugsuðum “þetta reddast ef það kemur rigning”, eins og sannir Íslendingar á þjóðhátíðardaginn. Það var svo yndislegt að sjá alla og vera í veislu á meðal fólks, manni líður eins og það sé mörg ár síðan maður fór í eða hélt veislu.

Ég var ótrúlega spennt fyrir nafnaveislunni, búin að plana lengi og get alveg viðurkennt það að við höfðum mikið fyrir þessari veislu. Það var líka alveg týpiskt að kvöldinu áður, þegar allt var tilbúið, þá rann það upp fyrir mér að ég átti eftir að hugsa í hverju ég ætti að vera haha, það var smá stress en sem betur fer fann ég eitthvað ég átti. Ég var búin að pæla í öllu nema sjálfri með þegar kom að veislunni.

Þessi dagur var yndislegur í alla staði. Það er eitt sem stóð mikið uppúr en það var þegar pabbi, mamma og Erna besta vinkona mín komu okkur á óvart með því að taka tvö lög fyrir Áslaugu Rún. Þau voru búin að æfa alla vikuna. Falleg gjöf sem við munum aldrei gleyma. Við erum að springa úr hamingju og þakklæti yfir hvað við eigum yndislegt fólk í kringum okkur.

Bake A Wish* sá um allar kökurnar í veislunni og vorum við skýjunum með allt. Þessi salt karmellu kaka sló alveg í gegn og var svo ljúfeng.

Þessi veislubakki sló í gegn og var fljótur að fara með kaffinu, mæli með!

Við ákvaðum að vera með mikið af myndum af Áslaugu Rún en það voru margir lítið búnir að sjá hana vegna ástandsins. Ég fyllti líka í minningarbókina hennar og var mjög vinsælt að setjast niður og skoða hana. Þá gat fólk fengið að sjá og lesa í stuttu máli til dæmis fæðinguna, fyrstu dagana og fleira.

Merktar Coke Cola flöskur*, þetta var eitt af því sem ég var löngu búin að ákveða. Ég sá þetta fyrir nokkrum árum þegar “Njóttu Coke með..” var sem vinsælast og þá var þetta einnig vinsælt í skírnar/nafnaveislum. Þetta er ótrúlega skemmtilegt og gerir mikið fyrir veisluborðið.

Ég deildi smá frá deginum á instagram og fékk nokkrar spurningar í kjölfarið sem mig langaði líka að deila hér.

“Hvar keyptiru blómakrasin hennar?”

Við keyptum hann í Auður Blómabúð. Ég var ótrúlega ánægð með hann og gaman að hafa aðeins öðruvísi en þetta týpiska.

“Hvar keyptiru fötin á Áslaugu Rún?”

Allt dressið hennar er keypt í Petit. Kjólinn keypti ég þegar ég var ólétt og hafði einmitt hugsa mér að hann yrði fullkominn fyrir nafnaveisluna.

“Hvaðan er kjólinn þinn?”

Þennan kjól fann ég inn í skáp en ég keypti hann í fyrra sumar þegar ég var nýbúin að komast að því að ég væri ólétt. Ég var alveg á seinasta snúning með að finna dress á mig en hann var fullkominn fyrir daginn. Hann er því miður ekki til lengur.

“Hvaðan eru servétturnar?”

Þessar gullfallegu servéttur eru frá Reykjavík Letterpress og var mig búið að dreyma um svona servéttur fyrir daginn hennar, þær settu punktinn yfir i-ið.

“Hvaðan er nafnaskiltið á kökunni?”

Það er hægt að panta nafnaskilti þegar maður kaupir köku hjá Bake a wish. Ótrúlega fallegt og einstaklega þægilegt að þurfa ekki að pæla í því eða muna eftir að setja á kökuna.

“Hvar fékkstu merkimiða á Coke Cola flöskurnar?”

Við fengum þessar merkimiða hjá Vörumerking Ehf en það er líka hægt að hanna miða sjálfur í tölvunni og líma á. Þetta var ótrúlega skemmtilegt og vakti mikla lukku.

“Er eitthvað sem þú myndir gera öðruvísi þegar þú lítur til baka yfir daginn?”

Nei ekki neitt, þessi dagur var yndislegur í alla staði. Eina sem ég hefði vilja gera meira, var að taka myndir en ég var ekkert með símann á mér allan daginn. Við vorum bæði á fullu að spjalla við alla og síðan var Steinar að grilla en sem betur fer tókum við nokkrar myndir áður en gestirnir komu.

Takk fyrir að lesa og þið getið fylgst meira með mér hér @gudrunsortveit xx

NÁTTÚRULEGUR LJÓMI

Skrifa Innlegg