fbpx

NÁÐU LÚKKINU HENNAR KIM

FÖRÐUNSNYRTIVÖRURSÝNIKENNSLA

Gul förðun og bleikt hár.. já Kim fór út fyrir þægindarammann, hún litaði á sér hárið bleikt og setti á sig gulan augnskugga. Kim er yfirleitt með mjög hlutlausa liti og er þekktust fyrir smokey förðun. Ég sá þessa förðun á instagraminu hennar og hjá förðunarfræðingnum hennar Mario. Mario er þó ekki búin að gefa út hvaða vörur hann notaði en ég tók saman þær vörur sem ég myndi nota til þess að endurgera förðunina.

VARIR: Velvet Teddy

AUGNSKUGGAR: Santiago Citrine 135 & Atacama Desert 130 frá The Body Shop

EYELINER: Matte liquid liner frá Nyx Professional Makeup 

HIGHLIGHTER: Illumiantor frá Sensai

FARÐI: Lancome stift farði

SKYGGINGARPALLETTA: Nyx Professional Makeup

PÚÐUR: Translucent púður frá Sensai


 

Það sem er alltaf í aðalatriði hjá Kim er húðin og er augnskuggaförðunin frekar einföld. Það er skemmtilegt að sjá hvað guli liturinn gerir mikið og er ekki of áberandi. Þannig ég mæli með að kíkja í The Body Shop á lita úrvalið og þá sérstaklega á þennan fallega gula augnskugga.

Svona ferðu að:

Byrja á því að gera létta skyggingu í glóbuslínuna og setja síðan gulan augnskugga yfir allt augnlokið. Næst er að gera svartan fínan eyeliner en þetta mótar augun og gefur þeim meira “cat eye” lúkk. Síðan er það húðin en Kim er þekkt fyrir að hafa óaðfinnanlega húð. Það er allt gott að undirbúa húðina vel með góðu rakakremi og primer. Síðan setjum við stift farða yfir allt andlitð og blöndum því vel. Næst er það að púðra létt yfir andlitið og skyggja en þótt að “contour & highlight” sé að þetta út þá mun Kim held ég aldrei leggja það alveg á hilluna. Síðan er það highlighter en þessi highlighter frá Sensai gefur ótrúlega fallegan og náttúrulegan ljóma. Síðast en alls ekki síst eru það varirnar en nude varalitir eru í uppáhaldi hjá henni og mér. Hún notar mikið varalitina frá Mac og hugsa ég að Velvet Teddy sé fullkominn við þessa förðun.

Ykkur er velkomið að fylgjast með mér á mínum samfélagsmiðlum ..

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup

DJÚSÍ MORGUNMASKI

Skrifa Innlegg