fbpx

MYNTO ÓSKALISTINN MINN

ÓSKALISTISAMSTARF
*Færslan er í samtarfi við Mynto

Halló!

Mig langaði svo að deila með ykkur Mynto en ég hef verið að fylgjast með Mynto svolítin tíma núna. Mynto er verslunarmiðstöð á netinu, sem er algjör snilld að mínu mati og sérstaklega þægilegt á þessum skrítnu tímum. Ég er líka þannig týpa að mér finnst oft svo yfirþyrmandi að vera skoða margar netverslanir í einu. Það er svo þægilegt að geta verið með yfirlit yfir allar vörur sem manni langar í á einum stað þótt þær séu kannski frá mismunandi verslunum. Eftir að ég byrjaði að skoða síðuna hjá Mynto þá útgötvaði ég líka fullt af flottum verslunum sem ég hafði aldrei séð áður eða verslað hjá. Þetta á svo sannarlega eftir að koma sér vel um jólin þegar maður fer að kaupa inn jólagjafir.

 
Það er svo flott úrval af verslunum hjá Mynto að ég var í marga daga að setja upp óskalista haha. Mér finnst líka algjör snilld að það er hægt að leita af ákveðnum vörum, eins og til dæmis ef ég væri að leita af skál þá sér maður allar skálarnar frá mismunandi vefverslunum.

Hérna er óskalistinn minn! Allt svo fallegar vörur og frá mismunandi verslunum.

Hvsik Cayman Pocket Sand Beige – Kremuð taska frá Hvisk sem er á óskalistanum, ótrúlega falleg og passar við allt.

The Ordinary NIACINAMIDE 10% + ZINC 1% – Ég er búin að vera lengi á leiðinni að prófa vörurnar frá The Ordinary en þetta er örugglega eitt vinsælasta húðvörumerki í heiminum núna. Niacinamide er vara sem vinnur á erfiðleikum húðarinnar. Minnkar svitaholur, hjálpar til við að losna við bólur, vinnur á litabreytingum og hjálpar húðinni að hafa stjórn á olíuframleiðslu. Varan hjálpar húðinni einnig við að minnka roða og hita í húðinni. Þarf að prófa þessa vöru!

Hvítar diskamottur – Ég er með bast á heilanum og þessar diskamottur eru svo fallegar!

Ilm – Ég er mikil aðdáandi Ilm kertanna og á þau nokkur en þetta er íslenskt merki. Ilmur nr. 28 einkennist af sítrónu, basil og myntu. Hljómar alltof vel og örugglega mjög ferskt.

“Frískandi ilmur sem samanstendur af sítrusávöxtum, basil og myntu. Kertin eru handgerð úr hágæða 100% soja vaxi, fyrsta flokks ilmkjarnaolíum og náttúrulegum bómullarkveik. Hver gerð af kerti er mótuð með það í huga að búa til töfrandi umhverfi þar sem samspil af unaðslegum ilmi og fullkominni brennslu kemur saman.”

Kertastjaki BOW marmari/hvítur frá Ferm Living – Ferm Living er eitt af mínum uppáhalds merkjum og þessi kertastjaki er svo fallegur. Ég sé líka svo mikið notagildi í honum en ég held að þetta sé fullkominn fyrir aðventukertin. Kertastjakinn er úr marmara sem gerir hann klassískan.

Spaði – Já hversu fullorðins er að vera með spaða á óskalistanum sínum haha! Góður spaði er búinn að vera á óskalistanum lengi og mér finnst ótrúlega sniðug gjöf.
Skál L frá Seimei – Seimei er verslun sem ég hef aldrei verslað hjá eða skoðað þannig ég var ótrúlega ánægð að rekast á diskamotturnar hérna að ofan og þessa gullfallegu skál. Þetta er bara ein fallegasta skál sem ég hef séð!
Alessi hraðsuðuketill – Góður hraðsuðuketill er búinn að vera á óskalistanum lengi. Ég er núna með einhvern eldgamlann úr plasti og verð ég alltaf jafn pirruð þegar ég sé hann haha, finnst hann svo ljótur og er alltaf að bila þannig góður hraðsuðuketill er á óskalistanum.
Vonandi fannst ykkur gaman að sjá óskalistann minn, mæli með að kíkja á Mynto og sjá úrvalið hjá þeim!

Takk fyrir að lesa og þið getið fylgst meira með mér hér @gudrunsortveit xx

ÞAKKLÆTISLISTI

Skrifa Innlegg