fbpx

MY LETRA

TÍSKA

Fylgihluturinn sem er búinn að vera í miklu uppáhaldi hjá mér og vinkonunum mínum eru stafahálsmenin frá My Letra. My Letra Store er nýleg netverlun og selur gullfallega skartgripi. Ég er búin að vera fastakúnni hjá þeim í allt sumar en það má segja að þetta sé búið að vera afmælisgjöfin í ár hjá okkur vinkonunum. Það besta við My Letra er að það er hægt að fá íslenska stafi sem ég hef aldrei séð áður. Þannig vinkonur mínar sem eiga íslenska stafi voru einstaklega ánægðar með hálsmenin. Stafahálsmenin koma í tveimur stærðum annars vegar lágstafir á stórri plötu og hástafir á lítilli plötu. Það er mjög gaman að blanda saman stöfum og stærðum. Ég er með g og S, annað hvort saman á keðju eða á sitthvorri keðjunni. Þetta er ótrúlega einfalt, fallegt og passar við allt að mínu mati!

 

Ég er búin að vera svo ánægð með hálsmenin mín að mig langaði að vera með gjafaleik og gefa þessi fallegu hálsmen. Í samstarfi við My Letra Store er ég með gjafaleik á instagraminu mínu og ég dreg úr leiknum eftir helgina. Ég ætla gefa 5-10 vinkonum/vinum stafahálsmen. Þannig allur vinahópurinn getur verið eins xx

Ég mæli með að kíkja á þessa flottu síðu og fylgja þeim á instagram

www.myletra.is

@myletra

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

BEAUTY BEYOND SIZE

Skrifa Innlegg