fbpx

MIÐBÆJARRÖLT

LÍFIÐSAMSTARFTÍSKA
*Færslan er í samstarfi við Miðborgin okkar

Halló! Ég átti yndislegan dag um daginn í miðbæ Reykjavíkur með Völu vinkonu minni sem mig langar að deila með ykkur. Það er alltaf jafn skemmtilegt að rölta um miðbæinn og skoða. Nokkrar af mínum allra uppá verslunum eru í miðbænum og ætla ég að deila þeim með ykkur. Ef ég ætti að gefa eitt gott miðbæjartips fyrir þá sem eru á bíl en þá er algjör snilld að leggja í bílastæðahús sem eru að finna útum allt og rölta. Mér finnst stór partur af því að fara niður í bæ er að rölta, skoða og njóta.

Hérna er borgarferðin í máli og myndum –

 

Hlemmur Mathöll: Ég elska að byrja á þessum stað. Maturinn og stemningin er geggjuð.

Kíkti í Kjólar og konfekt og Gjafir jarðar, þar fann ég til dæmis gullfallega orkusteina.

MyConceptStore

Spútnik: Ein af mínum uppáhalds verslunum og alltaf gaman að skoða.

Hrím: Fullt af fallegri gjafavöru

66 norður

Systrasamlagið: Ég var í fyrsta skipti að fara þangað en vinkona mín mældi með þessum stað og vá hvað ég mæli! Það er ótrúlega hlýlegt og notanlegt að vera þarna. Það er allt heilsu tengt að fá á þessum stað og ætla ég klárlega þangað aftur!

Slippbarinn: Við enduðum síðan á Happy Hour á Slippbarnum og tókum svo strætó heim – góður endir á skemmtilegum degi.

Ég mæli með að fylgja @midborgin á instagram til að sjá hvað er um að vera – það er alltaf eitthvað skemmtileg að gerast, tilvalið að gera sér dagamun og kíkja niður í miðbæ með góðum vinum xx

Takk fyrir að lesa xx

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

BRUTTA FACCIA

Skrifa Innlegg