fbpx

MEST NOTUÐU SNYRTIVÖRURNAR Í AUGNABLIKINU

BURSTARSNYRTIVÖRUR

Það er orðið alltof langt síðan að ég sagði ykkur frá mest notuðu snyrtivörunum mínum. Ég er alltaf að prófa eitthvað nýtt og því er snyrtibuddan mín alltaf mjög fjölbreytt. Það eru nokkrar snyrtivörur sem ég er þó búin að vera nota mjög mikið seinustu vikur. Þetta eru nánast allt snyrtivörur sem eru búnar að vera í uppáhaldi í nokkur ár núna, þannig ég get 100% mælt með þeim!

*Færslan er ekki kostuð – vörurnar sem voru gjafir eru * merktar

Ég er til dæmis með allar þessar vörur á þessari mynd sem ég deildi á instagram :-)

 

FARÐI – MAYBELLINE FIT ME

Þessi farði er frá Maybelline og er úr Fit Me línunni þeirra. Þessi farði er búin að vera minn uppáhalds í mörg ár og á ég hann alltaf til. Mér finnst ég alltaf grípa meira í hann á sumrin en hann gefur ótrúlega fallega og ferska áferð. Síðan myndast hann líka ótrúlega vel sem er einstaklega gott fyrir þær sem eru mikið að taka selfie einsog ég haha. Farðinn gefur sem sagt ekki frá sér “flashback”.

 

HYLJARI – AGE REWIND

Ég talaði um þennan fyrir rúmu ári síðan og hef nokkrum sinnum minnst á hann hérna á blogginu en þið getið lesið meira um hann hér. Í stuttu máli þá gefur hann ótrúlega góða þekju, myndast vel og blandast vel við alla farða sem ég á.

 

AUGNHÁR – DUOS & TRIOS

Þessi augnhár eru mín ALLRA uppáhalds og búin að vera í langan tíma núna. Ég elska að nota stök augnhár en mér finnst maður hafa meiri stjórn og geta ráðið hversu þykk eða löng maður vill hafa augnhárin. Love it!

BURSTAR – GET GORGEOUS SET FRÁ REAL TECHNIQUES*

Ég er búin að vera nota þetta stanslaust síðan að ég fékk það en þetta sett kom í takmörkuðu upplagi frá Real Techniques. Það er hægt að nota þessa bursta á svo marga vegu og fullkomið byrjendasett að mínu mati. Ég mæli með að kíkja á þetta sett en það er ekki mikið eftir af þeim!

EYELINER – EPIC INK LINER FRÁ NYX PROFESSIONAL MAKEUP*

Ég er nánast alltaf með eyeliner með væng og er mjög kröfuhörð þegar að kemur að eyeliner. Fullkomin eyeliner fyrir mér er kolsvartur, mattur, helst allan daginn og smitast ekki. Mér finnst þessi eyeliner frá Nyx Professional Makeup uppfylla allt þetta, maður nær fram þessari örþunnu línu og eyelinerinn er kolsvartur.

 

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

 

GO BANANAS

Skrifa Innlegg