*Færslan er í samstarfi við my letra
Halló!
Mig langaði að deila með ykkur að hálsmenið “mamma” sem ég hannaði í samstarfi við my letra er komið aftur. Þetta hálsmen seldist upp á fyrstu mínútunum og var mikil eftirspurn eftir því þannig við ákvaðum að koma með annað upplag. Ég er ennþá ekki alveg að ná því að þetta seldist upp og að línan hafi gegnið svona vel. Ég er endalaust þakklát og vildi bara segja TAKK! Það er ennþá hægt að nálgast línuna mína en það er sumt uppselt og kemur ekki aftur. Þið getið lesið allt um skartgripalínuna mína hér.
Hugmyndin af mömmu hálsmeninu varð til þegar ég var ólétt og mér fannst vanta eitthvað til að gefa mömmum. Þetta er fullkomið fyrir allar mömmur, hvort sem manni langar að verða mamma, nýbökuð mamma eða misst mömmu sína og langar að hafa hana alltaf hjá sér. Hálsmenið er ótrúlega einfalt og passar við öll önnur hálsmen eða að mínu mati. Það er hægt að snúa hálsmeninu bæði fram og aftur. Það fallegt að orðið “mamma” sést en líka fallegt að snúa því við þannig að þetta sé bara plata en þá veit maður sjálfur hvað stendur, sem er líka ótrúlega fallegt.
Mér finnst hálsmenið vera fullkomin jólagjöf, svo persónuleg og falleg!
Þið getið verslað hálsmenið hér xx
Takk fyrir að lesa og þið getið fylgst meira með mér hér @gudrunsortveit xx
Skrifa Innlegg