fbpx

MAKEUP STUDIO HÖRPU KÁRA

FÖRÐUN

Harpa eða hún er betur þekkt sem Harpa Kára er ein sú færasta í förðunarbransanum að mínu mati og er ég búin að líta upp til hennar lengi. Hún hefur margra ára reynslu í förðun og hefur unnið við það síðasliðin áratug. Harpa er að opna Makeup Studio Hörpu Kára þar sem boðið verður uppá förðunarnámsskeið, kvöldnámskeið og margt fleira. Ég fékk þann heiður að fá að vera partur af hennar teymi og mun vera förðunarkennari þar en ég mun segja ykkur betur frá því seinna. Hún er algjör snillingur og fyrirmynd! Mig langaði að heyra hugmyndina á bakvið Makeup Studio Hörpu Kára, hvernig byrjaði hennar ferill og hvað er Makeup Studio Hörpu Kára? 

Hvenær fékkstu áhugan fyrir förðun?

Ég fékk áhuga fyrir förðun rosalega snemma. Mamma mín var að selja snyrtivörur svo að ég hafði gott aðgengi til þess að fikta í hinum og þessum vörum. Einnig þurfti hún stundum að horfa á videospólur sem að sýndu allavegana farðanir og það varð til þess að ég varð gjörsamlega heilluð. Ef að ég fékk krakka í heimsókn þá skellti ég makeup-kennslu spólunni í tækið og gerði ráð fyrir því að öllum þætti þetta jafn æðislegt og mér. 12 ára gömul var ég svo farin að sminka konurnur í hverfinu fyrir hin og þessi tilefni. Vinkonu mínar fengu líka mikið að finna fyrir þessum brennandi áhuga mínum á öllu tengdu snyrtivörum. Ég man ekki hvort að ég hafi verið 11 eða 12 ára þegar að gangavörðurinn í grunnskólanum mínum hélt förðunarnámskeið og þar áttaði ég mig á að þetta væri eitthvað sem að ég myndi vilja gera að ævistarfi. Mjög fyndið að hugsa til þess svona eftir á. Svo að það má segja að þessi gangavörður hafi brotið blað í mínu lífi.

Hvernig byrjaði þinn förðunarferill?

Eftir menntaskóla byrja ég í hárgreiðslunámi og bæti svo við mig förðunarnámi seinna um árið. Þegar að ég byrjaði í makeup skólanum áttaði ég mig á því að ég vildi taka þetta makeup nám lengra svo að ég hætti í hárgreiðslunni og fór í áframhaldandi nám til Los Angeles. Þetta var ekki auðveld ákvörðun, námið var dýrt og ég þurfti að hafa fyrir því að sannfæra foreldra mína um að þetta væri raunverulega það sem að ég myndi vilja gera í framtíðinni. Á þessum tíma var lítið sem ekkert um samfélagsmiðla, svo að meira nám í förðun var eina í stöðunni fyrir mig til þess að læra meira. Ég fékk vinnu í MAC þegar að ég kom heim til Íslands og átti ég þar frábær 7 ár í starfi og þar fékk ég helling af tækifærum, allt frá því að ráða og þjálfa upp starfsfólk yfir í að komast í MAC nordic event team þar sem að ég fékk að ferðast og vinna á tískuvikum. Samhliða vinnunni í MAC byrjaði ég að vinna í sminkinu á Rúv sem að einnig var frábært tækifæri fyrir mig, þar tók á móti mér drottingin Ragna Fossberg og hún kenndi mér ótrúlega margt. Ragna hefur áratuga reynslu í faginu og brennandi metnað fyrir öllu sem að átti sér stað í sminkherberginu. Ég varð gjörsamlega meira og meira heilluð af þessum förðunarheimi og í gegn um MAC kynntist ég Fríðu Maríu Harðardóttur sminku og hún leyfði mér að aðstoða sig í nokkur ár. Það að fá á fylgja alvöru fagmanni í starfi er ótrúlega góður skóli og Fríðu verð ég alltaf þakklát fyrir allt sem að hún kenndi mér. Árin liðu og ég hætti að vinna fyrir MAC og fór að starfa sem freelance sminka fyrir myndatökur, sjónvarpsþætti og auglýsingar. Einnig tók ég við sem skólastjóri hjá Mood makeup school en Eygló vinkona mín átti þann skóla og ég var búin að vera prófdómari þar í nokkur ár. Árið 2016 gaf ég svo út förðunarbókina Andlit sem að gekk mjög vel og endaði sem metsölubók og tók við sem förðunarritstjóri tískutímaritsins Glamour. Öll þessi reynsla varð til þess að mig fór að langa til að gefa meira af mér til þeirra sem að langaði að feta í svipuð fótspor.

Afhverju ákvaðstu að opna Makeup Studio Hörpu Kára?

Eftir miklar vangaveltur keypti ég Mood makeup school, skólann sem að ég hafði unnið hjá í nokkur ár. Fyrst ætlaði ég mér minniháttar breytingar en allt í einu var ég komin langt fram úr upprunalegu plani og með hausinn fullan af hugmyndum. Nokkrum mánuðum seinna var ég búin að rífa allt út úr húsnæðinu sem að skólinn hafði verið í frá upphafi og með gróft plan um hverslags breytingar á kennslu ég myndi vilja prófa. Því ákvað ég að breyta nafninu Mood makeup school yfir í Make-up Studio Hörpu Kára.

Hvað er Makeup Studio Hörpu Kára?

Make-up Studio Hörpu Kára verður förðurnar studio sem að heldur allavegana námskeið, við munum bjóða upp á mismunandi námskeið fyrir fólk á öllum aldri, allt frá stuttum helgarnámskeiðum yfir í að halda námskeið fyrir þá sem að vilja læra að verða förðunarfræðingar. Ég er með ótrúlega flotta og ólíka kennara með mér og finnst mér skipta miklu máli að fólk fái að læra af fagaðilum sem að hafa mikla reynslu í faginu og hafa náð framúrskarandi árangri í því sem að þeir gera. Ég legg áherslu á að nemendur mínir fái að kynnast bransanum eins vel og hugsast getur á þeim tíma sem að þeir sækja námið okkar og öðlist reynslu í því hvernig það sé að starfa sem förðunarfræðingur. 2 af mínum helstu fyrirmyndum í förðunarheiminum á Íslandi munu vera gestakennarar hjá mér en það eru þær Fríða María Harðardóttir og Guðbjörg Huldís Kristinsdóttir. Báðar hafa þær næstum 20 ára reynslu í faginu og hafa gert ótrúlega flotta og aðdáunarverða hluti á þessum árum. Ég ætla nemendum mínum aðeins það besta og því vel ég kennarana sem að koma að náminu eftir því. Ég er óendanlega þakklát öllu því góða fólki sem að vill hjálpa mér að byggja studioið upp hef ég fengið mjög jákvæð viðbrögð frá öðru fólki í mínu fagi sem að er mér og starfinu sem að ég mun bjóða upp á miklis virði. Þó að Make-up Studio Hörpu Kára sé nýtt fyrirtæki þá er ég búin að kenna í mörg ár og mun ég taka alla þá reynslu sem að ég hef öðlast á mínum 11 árum í starfi og yfirfæra hana í gæða förðunarnám ætlað öllum þeim sem að vilja læra af mér og þeim frábæru kennurum sem að verða með mér.

Eitt að lokum, hver er þín uppáhalds snyrtivara?

Ég get næstum því ekki sagt hver sé mín uppáhalds snyrtivara því að það breytist næstum því dag frá degi en ég er búin að nota  Eight hour cream frá Elizabeth Arden í 20 ár (ekki sömu túbu, haha).

Skráning í förðunarnám er hafið, ég mæli innilega með þessu. Þið getið skráð ykkur hér

Mæli með að fylgja @makeupstudiohorpukara

 

Ég hlakka til komandi tíma elsku Harpa, enn og aftur til hamingju með Makeup Studio Hörpu Kára xx

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

HVERNIG Á AÐ NOTA BURSTANA SÍNA?

Skrifa Innlegg