fbpx

MÆLI MEÐ: NIKKI_MAKEUP Á INSTAGRAM

Halló!

Ég verð að deila með ykkur eitt af mínum allra uppáhalds förðunar instagrami, @nikki_makeupNikki sem heldur úti þessu förðunar instagrami er einstaklega hæfileikarík og gerir ótrúlega fallegar farðanir, auk þess hvað hún er góður kennari. Hún er alltaf með “sunday tutorial” alla sunnudaga og sýnir þar alltaf nýjar farðanir. Mér finnst ég hafa lært ótrúlega mikið af henni og gaman að sjá hvernig hún notar margar vörur. Þetta er ástæðan fyrir því hvað ég elska förðun, maður hættir aldrei að læra og alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt.

Mæli með að fylgja henni fyrir innblástur, fallegar farðanir og kennslur!

@nikki_makeup

Trylltar farðanir!

Það var líka einstaklega gaman að sjá að hún farðaði íslenska fyrirsætu um daginn og deildi á instagraminu sínu. Hún notaði engan farða heldur notaði bara hyljara þar sem þurfti. Hið fullkomna “No makeup, makeup” – Ótrúlega falleg förðun á fallegu Rósu Maríu xx

 

Takk fyrir að lesa xx

Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

TOPP 5 HYLJARAR

Skrifa Innlegg