fbpx

MÆLI MEÐ Á MEÐGÖNGU

MEÐGANGA

Halló!

Meðgangan mín er meira en hálfnuð og mig langaði því að deila með ykkur nokkrum vörum sem hafa verið að nýtast mér vel seinustu mánuði. Sumar af þessum vörum er ég búin að vera nota frá byrjun.

Clarins Tonic Body Treatment Oil:

Ég er búin að nota þessa olíu frá byrjun og get því vel mælt með henni. Olían er nærandi, hefur gróandi eiginleika og á því að hjálpa húðinni að gróa fyrr, eins og til dæmis ör eða slit. Húðin er að teygjast mikið og því mikilvægt að hjálpa henni. Olían lokar inni raka, tónar og á að koma í veg fyrir slit. Síðan er þetta notaleg stund á kvöldin áður en maður fer að sofa sem hægt er að gera með maka eða einn, bera á bumbuna og njóta.

Tvö Líf meðgönguleggings

Ég er nánast bara búin að eiga heima í þessum leggings. Mér finnst þær ótrúleg þægilegar, fara vel yfir bumbuna og rúlla ekki niður. Ég mæli samt með að taka einni stærð minni en stærðirnar eru nefnilega stórar og þær teygjast vel.

Origins Drink up 10 minutues hydrating mask

Húðin breytist oft á meðgöngunni hjá mörgum og því þarf maður að hugsa vel um hana. Ég hef alltaf hugsað vel um húðina mína en ég er búin að finna fyrir því hvað hún er orðin aðeins þurrari. Ég hef því verið dugleg að setja á mig rakamaska og er þessi frá Origins alltaf í uppáhaldi, ásamt græna maskanum frá Origins. Það er hægt að setja þennan maska á sig á kvöldin yfir þætti eða sofa með maskann.

The Body Shop Peppermint Cooling Foot Spray

Kælandi fótasprey fyrir þreytta fætur. Ég notaði þetta mjög mikið þegar ég var að starfa sem flugfreyja og þetta er algjör “life saver”. Þetta er kælandi sprey og dregur úr þrota. Það er mjög þægilegt að ferðast með þetta og til dæmis að taka með sér í vinnuna ef maður er mikið sitjandi í vinnunni eða mikið á fótum.

BIOTHERM stretch marks prevention and reduction cream gel

Þetta krem nota ég alltaf eftir sturtu og finnst það mjög þægilegt. Það fer strax inn í húðina og á að koma í veg fyrir slit. Húðin teygist ótrúlega mikið og getur valdið miklum kláða þannig þetta hjálpar húðinni.

Mig langar samt að taka það fram að ég trúi því miður ekki að eitthvað krem geti komið í veg fyrir slit. Það fer held ég algjörlega eftir húðtýpu en hinsvegar trúi ég að ákveðin krem og olíur hjálpi húðinni við þetta ferli sem getur verið mikið álag fyrir húðina. Ég er ekki búin að finna fyrir neinum kláða og mér líður ótrúlega vel af þessum vörum sem ég er að mæla með. Síðan hef ég heyrt marga mæla með þessum vörum á bumbuna.

Ég fæ oft spurninguna um hver eru mest notuðu “öppin” í símanum mínum á meðgöngunni og það eru án efa þessi fimm.

Preglife

Preglife er mjög skemmtilegt app en það sýnir hversu langt þú ert komin og hversu langt þú átt eftir, í prósentum, vikum og mánuðum. Ég kíki alltaf í þetta app vikulega og oftar til að skoða hversu mörg prósent ég er búin með. Síðan er líka allskonar fróðleikur og annað inn í þessu app-i.

Pregnancy+

Þetta app sýnir stærðina á barninu í formi dýra, ávöxt/grænmeti og sætinda. Þetta er mjög skemmtilegt app og fær maður kannski meira á tilfinninguna hversu stórt barnið er í hverri viku, gerir þetta raunverulegra. Síðan er einnig allskonar fróðleikur og annað inn í þessu app-i.

Ljósan

Ég gæti ekki mælt nógu mikið með þessu app-i! Þetta er held ég eina íslenska meðgöngu app-ið og það sem ljósmæður mæla fyrst og fremst með. Það er hægt að sjá hvað gerist viku fyrir viku, einnig allt um meðgöngukvilla, ráð við brjóstagjöf og hvernig hægt er að undirbúa sig fyrir fæðingu. Það er ótrúlega þægilegt að geta lesið í þessu app-i ef maður er í einhverjum vafa og þægilegt að þetta sé á íslensku.

Nefna

Nefna app-ið er einstaklega skemmtilegt til að skoða nöfn og fá hugmyndir. Það er hægt að sjá hvað nafnið merkir og mjög gott fyrir þá sem eru að “leita” af nafni.

Petit – The Petit Concept

Ég skoða oft þetta app til gamans en það er svo gaman að skoða falleg barnaföt og annað.

Síðan verð ég að mæla með þessari bók. Ég er ekki búin með þessa bók en hálfnuð og það er allt í þessari bók sem maður þarf að vita. Mér finnst ég vera læra svo mikið nýtt og á eftir að hjálpa mér mikið í framtíðinni. Það stendur til dæmis hvað gott sé að hafa í spítalatöskunni, brjóstagjöf, hvaða fatastærðir á að eiga og um heimsóknir, svo eitthvað sé nefnt en þetta er einungis brot af því sem hægt er að finna í þessari bók. Þessi bók er allavega búin að svara svo mörgum spurningum sem ég var með. Mæli innilega með!

Vonandi fannst ykkur gaman að sjá þetta og fá aðeins að skyggnast inn í mína meðgöngu en mér finnst órúlega gaman að pæla í öllu sem við kemur meðgöngu þessa stundina og ef þið eruð með eitthver meðmæli megið þið endilega deila þeim með mér xx 

Takk fyrir að lesa xx

Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

MÆLI MEÐ: NIKKI_MAKEUP Á INSTAGRAM

Skrifa Innlegg