fbpx

MÆLI MEÐ: MAKE-UP STUDIO HÖRPU KÁRA

FÖRÐUNLÍFIÐ

Núna eru liðnar rúmar 10 vikur síðan að ég byrjaði að kenna í Makeup Studio Hörpu Kára og er þetta búið að vera svo ótrúlega skemmtilegt ferli. Það er búið að vera mjög lærdómsríkt og gaman að fá að vinna með svona flottum konum sem koma að Makeup Studio-inu. Harpa Kára vinkona mín og fyrirmynd er algjör ofurkona sem er búin að byggja upp þetta flotta vörumerki, Makeup Studio Hörpu Kára, sem vex og vex.

Ég verð bara að fá að mæla með að fara förðunarnám í Makeup Studio Hörpu Kára, þótt að ég vinni þarna en nemendur fá svo fjölbreytta og faglega kennslu. Eitt af því sem heillar mig mjög mikið við Makeup Studio-ið en námið er sett þannig upp að þú þarft að klára þrjú verkefni í lok námskeiðis. Þessi verkefni eru “No makeup” makeup, Beauty og fashion. Það er ekki gefin einkunn frá 0-10 heldur fær hver og einn nemandi umsögn. Þessi umsögn getur hjálpað nemendum að sækja um vinnu og sjá þá einnig hvernig þeir geta bætt sig. Það er hægt að kynna sér námið nánar hér, einnig mæli ég með að skoða instagram-ið hjá Makeup Studio-inu en þar er hægt að sjá allt sem nemendur og kennarar hafa verið að gera.

Ég lærði sjálf förðun fyrir rúmum 5 árum síðan en það var í skóla sem er löngu hættur en vá hvað förðunarnám hefur gefið mér mikið. Ég væri til dæmis ekki að blogga hér eða gera alla þessa skemmtilegu hluti hefði ég ekki farið í förðunarnám. Það er svo margt hægt að gera við þetta nám og oft ýtir manni af stað í aðra hluti, gott að fara út fyrir þægindarammann. Það er svo margt sem tengist förðun og hægt að gera endalaust af hlutum sem tengist því.

Mynd: Gunnar Sverrisson

Harpa <3

Guðrún Sørtveit Masterclass

Eitt af því skemmtilega sem ég fékk að kenna í Makeup Studio-inu var Guðrún Sørtveit Masterclass. Þar fékk ég að sýna hvernig ég farða og mína helstu “go to” glam förðun. Ég legg mikla áherslu á húðina en einnig er mikil áhersla lögð á húðvinnu í Makeup Studio-inu.

@matthildur flottust!

 

Ég hlakka strax til næsta námskeiðs en það byrjar 7.janúar, sjáumst þar ;-)!

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

 

FÖRÐUNAR INNBLÁSTUR FYRIR HÁTÍÐIRNAR

Skrifa Innlegg