fbpx

LOKSINS GETUR ÞÚ FENGIÐ ERBORIAN Á ÍSLANDI!

FÖRÐUNHÚÐHÚÐRÚTÍNASAMSTARFSNYRTIVÖRUR
*Færslan er unnin samstarfi við Erborian

Halló!

Ég er búin að bíða spennt eftir að geta sagt ykkur frá þessu nýja merki sem var að koma til Íslands en það er Erborian. Þetta merki hefur verið ótrúlega vinsælt í Evrópu og er CC kremið þeirra til dæmis eitt mest selda CC kremið í Sephora, það selst eitt CC krem á hverri mínútu! Einnig hafa þeir verið leiðandi í þróun á litaleiðréttandi vörum og þá sérstaklega BB og CC kremum. Erborian var fyrsta snyrtivörumerkið til að koma með BB krem á markaðinn.

Ég var því mjög spennt að prófa þetta snyrtivörumerki og er búin að bíða núna í nokkra mánuði eftir því að geta sagt ykkur þessar fréttir. Það er góð ástæða fyrir því að þessar vörur eru svona vinsælar en þær gera húðina svo fallega. Mér finnst alltaf gaman að prófa nýja farða og þá sérstkalega eitthvað sem er náttúrulegt á húðinni. Það sem heillaði mig líka við Erborian er að þeirra slagorð er “Húðin þín er nóg!“.

Það sem snyrtivörumerkið Erborian leggur áherslu á er áreynslulaus fegruð. Þau setja húðina í fyrsta sæti og hafa það að markmiði að þróa vörur sem eru einfaldar í notkun en gera mikið fyrir húðina. Lykilinn að fallegri förðun er góð húðumhirða og leggur Eborian áherslu á að bæta húðvenjur með einföldum hætti.

Vörurnar byggja á kóreskri sérfræðiþekkingu. Þær innihalda kóreskar jurtir og innihaldsefni sem hafa verið þekkt í áraraðir fyrir bæta ásýnd húðarinnar og veita langtímaárangur. Í Kóreskri menningu eru konur yfirleitt með tíu skrefa húðrútínu en kannski fyrir þessa hefbundu uppteknu manneskju þá getur það oft verið yfirþyrmandi. Þannig þau hjá Erborian einfölduðu þessi skref og minnkuðu þau í þrjú skref sem allir ættu að geta farið eftir, DETOX – BOOST – FINISH. Þetta eru einföld en áhrifamikil skref. Mér finnst algjör snilld hvað þau hafa einfaldað þetta mikið og útbúu góða húðrútínu sem allir ættu að geta farið eftir.

1 Húðhreinsun – DETOX

Tvöföld húðhreinsun er fyrsta skrefið. Fyrsta skref er að taka farðann af og næsta skref er að hreinsa húðina. Mjög mikilvægt skref og algjört lykilatriði að fallegri húð. 

Tvöföld hreinsun hefst með olíuhreinsi sem fjarlægir allan farða mjúklega af húðinni. Í seinna skrefinu er húðin hreinsuð með gel- eða vatnshreinsi sem hreinsar húðina. Með þessu þá undirbýrðu húðina betur fyrir þeim virku efnum sem koma í næsta skrefi.

Húðin verður stöðugt fyrir utanaðkomandi áreiti af völdum UV geisla, hitabreytinga kulda og fleira en það raskar líka jafnvægi hennar þegar borinn er farði á hverjum degi. Tvöföld hreinsun er því lykilatriði til að djúphreinsa húðina og endurstilla jafnvægi húðarinnar á nóttunni.

2 Raki og næring – BOOST

Eftir að húðin hefur verið hreinsuð er mikilvægt að gefa henni góðan raka og næringu.

Þegar húðin er orðin tandurhrein er hún tilbúin að taka við eiginleikum kóresku jurtanna. Hver Erborian lína hefur verið búin til í kringum um eitt aðal innihaldsefni hvort sem það eru serum, krem eða maskar. Þannig allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

BAMBOO: Gefur raka og viðheldur jafnvægi

YUZA: Veitir andoxun, styrkir og verndar

RED PEPPER: Endurnýjar og eykur ljóma

GINSENG: Stinnir húðina og yngir

GINGENG ROYAL: Kröftug yngjandi meðferð

Allar vörurnar í þessu skrefi miða að því að einfalda daglegu húðrútína og gera hana fljótlegri. Formúlurnar eru þróaðar með sléttri og silkimjúkri áferð svo virku innihaldsefnin dragist inn í húðina hratt og veiti skjótan ávinning.

Ég persónulega er búin að vera ótrúlega hrifin að nota Centella hreinsitvennuna. Þessi tvenna hreinsar húðina án þess að þurrka hana og skilur húðina eftir tandurhreina.

3 Lokaskref – FINISH

Lokaskrefið er að setja CC krem eða BB krem sem hentar þinni húð.

Seinasta skrefið er síðasta skrefið í Erborian húðrútínunni. Hvort sem þú vilt ná fram sléttri “baby skin” áferð eða meiri ljóma í húðina þá er þetta skrefið sem fullkomnar rútínuna.

Kremin innihalda meðal annars náttúruleg innihaldsefni sem draga úr ójöfnum í áferð og litatónum húðarinnar ásamt því að skila virkni efnanna vel inn í húðina. Pink Perfect, CC og BB kremin mýkja húðina og gefa henni raka ásamt því að jafna húðlitinn og gefa húðinni heilbrigðan ljóma. Það er þægilegt að blanda vörunum saman og byggja ofan á til að ná þeirri áferð og þekju sem óskað er eftir.

Þetta lokaskref á að jafna út þína húð, gefa henni ljóma og skilja hana eftir náttúrulega. Ég er ótrúlega hrifin af CC og BB kremunum og skil núna vinsældirnar.

 

CC krem

CC kremin eru í uppáhaldi hjá Erborian aðdáendum, en eitt CC krem selst á hverri mínútu í heiminum! Kremin eru þróuð með það markmið að gefa þér sem náttúrulegustu og fallegustu áferðina. Þau innihalda breytanleg litarefni sem aðlaga sig að þínum húðtón og fela misfellur og litamismun í húðinni án þess að gefa of mikla þekju. Þau veita einnig SPF 25 sólarvörn sem verndar húðina frá UV geilsum yfir daginn. CC kremin eru fullkomin fyrir upptekið fólk, sem hefur ekki endilega tíma til að farða sig mikið.

CC CRÉME: CC krem sem dregur úr sýnilegum ójöfnuð í húð og litatón húðarinnar. Inniheldur breytanleg litarefni sem aðlaga sig að náttúrulegum litatón húðarinnar og gefur fallega þunna þekju.

CC RED CORRECT: Litaleiðréttandi dagkrem sem vinnur á móti roða í húðinni og dregur úr litaójöfnuð. Inniheldur græn litarefni sem breytast og aðlaga sig að litatón húðarinnar þegar kremið er borið á húðina. Hentar einstaklega vel fyrir rósroða og rjóðar kinnar.

CC DULL CORRECT: Litaleiðréttandi dagkrem sem vinnur á móti gulum húðtón og dregur úr gráma. Inniheldur fjólublá litarefni sem aðlaga sig að litatón húðarinnar þegar kremið er borið á húðina. Hentar einstaklega vel fyrir líflausa húð.

BB krem

BB kremin bjóða þér allt í einu pakka. Þau eru í raun húðvara með þekkju en þau henta einstaklega vel fyrir einstaklinga sem vilja örlítið meiri þekju en CC kremin bjóða uppá. Litatónanir eru þrír en þeir hafa mismunandi grunntón (gulan, rauðan) sem hjálpa litnum að aðlagast betur að þínum húðtón. Áferðin á BB kreminu er mjög létt og þau miðlungs þekju sem er þó hægt að byggja upp. BB kremin veita SPF 20 sólarvörn og efa húðinni flauelsmjúka matta áferð.

BB kremin eru hin fullkomna blanda af húðvöru sem hefur lagfærandi virkni á húðina og farða sem gefur húðinni fullkomna áferð.

Fyrir & eftir – Ég notaði CC Créme og BB hyljarann. Svo falleg tvenna!

Það eru kynningadagar hjá Beautybox dagana 22.-28. september og fylgir veglegur kaupauki ef verslað er fyrir meira en 8000kr. Ég mæli innilega með kíkja á þessar vörur.

FÖRÐUN & DRESS HELGARINNAR

Skrifa Innlegg