fbpx

LOKSINS ER KOMIÐ FERÐABOX FYRIR FÖRÐUNARSVAMPINN

BURSTAR

Loksins loksins loksins er komið box undir förðunarsvampinn en ég er búin að bíða eftir þessu lengi. Þetta er fullkomið fyrir alla sem eru mikið á ferðinni eða vantar góðan stað til þess að geyma svampinn sinn. Ég hef nefnilega lent nokkrum sinnum í því að setja raka svampinn minn beint ofan í snyrtibudduna mína og loka síðan snyrtibuddunni.. hann myglaði og fór beint í ruslið! Það getur verið mjög dýrt spaug og þess vegna er þetta eitthvað sem mig er búið að vanta í mörg ár.

*Vöruna fékk greinahöfundur að gjöf

TRAVEL SPONGE CASE

 

Boxið er mótað eftir Miracle Complexion svampinum og er RT merki á boxinu en það er öndurgatið, þannig svampurinn mygli ekki. Þetta verndar líka svampinn frá allskonar óhreinindum sem gætu leynst í snyrtibuddunni, íþróttatöskunni eða veskinu. Ég hef svo oft hætt við að taka með mér svamp þegar ég er að ferðast eða þegar ég tek snyrtidótið með mér í ræktina því að ég vill ekki setja rakan svamp aftur ofan í snyrtidótið, þannig þetta er mjög góð lausn fyrir mig og vonandi fleiri.

 

 

Ég vona að það séu fleiri jafn spenntir og ég fyrir einu boxi haha :-)

Þið getið líka fylgst með mér hér..

Snapchat: gsortveitmakeup

Instagram: gudrunsortveit

 

TAX FREE: MUST HAVES

Skrifa Innlegg