fbpx

LJÓMANDI TVENNA

FÖRÐUNSAMSTARFSNYRTIVÖRUR
*Færslan er í samstarfi við Becca Cosmetics

Halló!

Eins og þið vitið þá held ég mikið uppá Becca Cosmetics merkið. Það var að bætast við tvær nýjar vörur við Becca Skin Love vörulínuna þeirra en ég held sérstaklega mikið uppá þá línu. Það sem einkennir Becca Skin Love línuna er að þetta eru vörur sem hafa góð áhrif á húðina, eins og nafnið gefur til kynna, “skin love”. Vörurnar eiga að birta húðina, gefa raka og næra. Þetta eru förðunarvörur sem innihalda góð innihaldsefni fyrir húðina.

Hérna er Becca Skin Love línan í heild sinni

Mig langar að segja ykkur frá tveimur af nýjustu vörunum en ég er búin að bíða spennt eftir að prófa þær.

Skin Love Brighten & Blur Primer – Farðagrunnur sem mýkir, birtir yfirbragð húðarinnar og jafnar húðina. Dregur úr fínum línum og fyllir upp í húðholur. Gefur raka yfir daginn og birtir upp húðina með tímanum. Ásýnd húðarinnar verður sléttari og áferðin silkimjúk.

Glow Shield Prime & Set Mist – Rakasprey sem frískar upp á húðina og ver hana fyrir mengun. Vítamínríkt, sléttir úr yfirborði húðarinnar og gefur fallega áferð. Innihheldur náttúruleg innihaldsefni líkt og Goji ber.

Ég er strax byrjuð að of nota rakaspreyið en það er algjör snilld að spreyja rakaspreyi yfir förðun til að taka í burtu “púður áferð”. Það skemmir líka ekki fyrir hvað lyktin er góð! Síðan finnst mér farðagrunnurinn algjör snilld því hann gerir húðina slétta og fyllir inn í svitaholur en gefur raka sem er mjög mikilvægt því oft þurrka svona farðagrunnar upp húðina. Ég hef aldrei prófað slíkan farðagrunn.

Takk fyrir að lesa xx

Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

NÝTT Í FATASKÁPINN: FALLEG TASKA

Skrifa Innlegg