fbpx

LÍFRÆNAR & VEGAN HÚÐVÖRUR

HreinsivörurHÚÐRÚTÍNASAMSTARF
*Færslan er unnin í samstarfi við MÁDARA á Íslandi

Halló!

Þessi kuldi og verðurbreytingar kalla á smá húðvöruspjall!

Ég hef verið að prófa mig áfram í nokkra mánuði með húðvörur sem ég er ótrúlega hrifin af og langar að deila með ykkur. Ég hef ótrúlega mikin áhuga á húðvörum og finnst gaman að geta prófa allskonar. Þetta eru lífrænar húðvörur og heita MÁDARA. Þessar vörur henta einstaklega vel húð sem er þurr og viðkvæm. Þetta hentar einstaklega vel íslenskri húð að mínu mati því það eru margir sem eru með viðkvæma húð og þá sérstaklega á þessum tíma árs þegar veðurbreytingarnar eru miklar. Þessar húðvörur hafa einnig hentað einstaklega vel fyrir rósroða en mamma mín er einmitt með rósroða og ætla ég að leyfa henni að prófa, það getur nefnilega verið mjög vandasamt að finna húðvörur fyrir rósroða og þekki ég það mjög vel frá hennar reynslu.

MÁDARA eru margverðlaunaðar húðvörur. Innblástur fyrir þessum vörum er komin frá norðanvindinum og veðráttan. Allar vörurnar eru lífrænar og margar þeirra vegan en merkið leggur einnig mikla áherslu á umhverfið. Allar vörurnar eru einnig með Ecocert vottun sem segir til um það að vörurnar eru framleiddar úr lífrænt vottuðum jurtum. Þær eru því lausar við gerviefni, paraben, jarðolíur, tilbúin rótvarnarefni og önnur skaðleg kemísk efni.

Vöruúrvalið frá þeim er ótrúlega breitt og flott en ég tók saman nokkrar af mínum uppáhalds úr vörulínunum. Ég hlakka til að prófa mig áfram með þetta merki.

Daily Defence Ultra Rich Balm

– Viðgerðarkrem/útivistarkrem

– Verndar og kemur í veg fyrir þurrk og roða

– Fyrir andlit, varir, handabök ofl.

– Hentar öllum húðgerðum

Þetta krem er æðislegt að vera með í veskinu og hentar einstaklega vel á þessum tíma árs þegar það eru miklar veðurbreytingar.

MÁDARA vinnur að því að nota minna af plasti sem er ótrúlega jákvætt

Deep Moisture Cream

– Mjög nærandi rakakrem

– Með hyaluronic sýru, shea butter

– Með C og E vítamínum

– Hentar vel fyrir þurra húð

– Vegan

Þetta rakakrem er ég búin að vera nota og ég finn bara hvað húðin mín verður betri í þessum kulda. Þetta er algjör rakabomba og mér finnst æðislegt að blanda tveimur til þremur dropum af olíu við rakakremið til að fá enn meiri næringu.

Cleansing Milk

– Mild hreinsimjólk

– Fyrir andlit og augnsvæði

– Rakagefandi, róandi og mýkjandi

– Hentar vel fyrir allar húðgerðir

– Vegan

Æðisleg hreinsimjólk sem nærir og hreinsar húðina, án þess að þurrka hana upp. Ég hef aldrei verið neitt hrifin af hreinsimjólkum en mér finnst þessi æðisleg. Mild og góð.

Soothing Hydration

– Olía sem er róandi, nærir og fullt af andoxunarefnum

– Eykur raka í húð strax og mýkir

– Fyrir þurra, viðkvæma húð eða rósroða

– Vegan

Það er algjör snilld að blanda þremur dropum við rakakremið sitt til þess að fá ennþá meiri raka og næringu.

DETOX Mask

– Hreinsar húðholur

– Dregur í sig umfram olíu

– Vítamín- og steinefnaríkur

– Hreinsar, jafnar áferð húðarinnar og endurnýjar

– Hentar líflausri, þreyttri og blandaðri húð

– Vegan

SOS Moisture Hydra Mask

– Rakabomba fyrir þurra húð

– Róandi og sefandi

– Gefur húð frískleika og ljóma

– Fyrir þurra, viðkvæma og pirraða húð

– Vegan

Sölustaðir MÁDARA eru Lyfja.isBeutybox.is og Heilsuhúsið

Takk fyrir að lesa xx

Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

ÁRIÐ 2019

Skrifa Innlegg