fbpx

LÍFIÐ ÞESSA DAGANA

LÍFIÐ

Halló!

Lífið þessa dagana er yndislegt, ég er svo hamingjusöm og er að njóta þess að vera með litlu fjölskyldunni minni alla daga. Það er samt sem áður mjög skrítin tilfinning að vera í litlu búbblunni sinni heima en lesa síðan fréttirnar og heyra frá ástandinu. Ég verð að viðurkenna að þetta ástand hræðir mig, ég alltaf jafn orðlaus þegar ég kíki á fréttirnar og er alltaf að vonast eftir jákvæðum fréttum. Það er ótrúlega skrítið að vilja “ekki” fá marga í heimsókn og geta ekki heimsótt ömmu og afa. Þetta ástand lætur mann átta sig á því hvað það eru mikil forréttindi að hitta fólkið sitt, knúsa það og geta farið hvert sem er. Það eru svo margir sem ég hugsa til og veit að þetta ástand er erfitt fyrir alla en ef allir fara eftir settum reglum og gera sitt besta þá vonandi líður þetta fljótt hjá. Gerum okkar besta – við erum í þessu saman.

Ég ætla samt ekki að tala um þetta ástand mikið hér eða á instagram, einfaldlega vegna þess að þetta er allsstaðar og þetta getur verið mjög yfirþyrmandi. Mig langar að miðlarnir mínir séu staður sem hægt sé að koma á og gleyma sér aðeins.

Mig langaði að deila með ykkur síðustu vikum og verð ég að viðurkenna að mér finnst ég alveg dottin úr æfingu að blogga en þetta er allt að koma. Síðustu vikur eru búnar að vera yndislegar. Við fórum í fyrsta göngutúrinn okkar, sem var æðislegt en VÁ hvað mér fannst það stressandi. Ég var svo spennt að fara loksins út að labba en var samt svo stressuð, eina sem ég hugsaði allan tímann var “er henni of heitt?” eða “er henni of kalt?”. Henni leið hinsvegar ótrúlega vel í vagninum sínum og hefði eflaust viljað labba lengur en 10 mínútur haha. Það var svo gott að komast út og anda að sér fersku lofti.

Síðan áttum við Steinar 9 ára sambandsafmæli. Við elduðum góðan mat heima og áttum yndislega kvöldstund við fjölskyldan. Þakklát fyrir Steinar, klettinn minn, sem stendur við bakið á mér alltaf og er alltaf til staðar til þess að peppa.

Já lífið þessa dagana er yndislegt .. og skrítið

Takk fyrir að lesa og þið getið fylgst meira með mér hér @gudrunsortveit xx

 

HALLÓ HEIMUR | STEINARSDÓTTIR SØRTVEIT

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Hildur Sif

    23. March 2020

    <3 <3