fbpx

LÍFIÐ SEINUSTU DAGA

LÍFIÐ

Seinustu dagar hafa verið yndislegir en þó mjög erfitt að koma sér aftur í rútínu eftir nokkra daga frí. Páskafríið byrjaði á því að ég fór með kærastanum mínum á Hlemm mathöll og eyddum deginum saman. Einsog svo oft áður þurftum við að eyða fríinu okkar í sitthvoru lagi. Kærasti minn fór í æfingaferð til Spánar og ég til Noregs að hitta fjölskylduna mína. Það var samt sem áður yndisleg að komast aðeins í burtu og algjörlega njóta með fjölskyldunni. Ég kom mömmu minni á óvart með þessari ferð en hún hafði ekki hugmynd um að ég væri að koma með. Þetta frí var eitthvað sem ég þurfti mikið á að halda, finnst ég vera ferskari og hafa skýrari sýn.. stundum þarf maður bara nokkra daga frí!

Hér sjáið þið fríið í myndum..

Það var smá unnið áður en ég gat farið í frí, spennt að sýna ykkur útkomuna :-)

 Fallegir nýir glossar frá The Body Shop 

 

Ég mæli svo innilega með matnum á Hlemm Mathöll!

 

Ísleifur heppni – pantaði óvart tvo ísa.. en það var ekki verra haha :-)

Síðan var ferðinni heitið til Noregs..

 

 

Svo fallegt heima hjá ömmu og afa xx

 

 

Við nöfnunar skáluðum að sjálfsögðu fyrir lífinu xx

 

 

 

 

 

 

 

 

OOTD

Kápa: H&M

Bolur: 66 norður

Taska: NIKE

Buxur: ASOS

Belti: ASOS

Skór: Converse

Sólgleraugu: Lindex


 

 

Þessi gloss var með mér alla ferðina, svo nærandi og góður

Vonandi var fríið ykkar yndislegt og eruð endurnærð! Hlakka til að deila með ykkur öllu því sem ég er búin að vera vinna að seinustu vikur xx

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup

 

FRÁBÆRT FYRIR FERÐALAGIÐ

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Hlínza

    5. April 2018

    svo fallegar myndirnar frá noregi!!! <3