fbpx

LÍFIÐ

LÍFIÐ

Halló kveðja frá Madrid!

Ég sit hérna inn á hótelherbergi í Madrid aðeins að kæla mig niður eftir sólbað dagsins. Það er orðið ansi langt síðan ég spjallaði við ykkur seinast en það er mikið búið að vera í gangi sem ég ætla deila með ykkur. Þið sem fylgist með mér á instagram (@gudrunsortveit) eruð eflaust búin að heyra fréttirnar en ég og kærasti minn eigum von á barni í febrúar 2020. Vá hvað það er skrítið að skrifa þessi orð hérna og ég er ennþá að venjast því að segja þetta uppáhátt. Allt sumarið er búið vera einn stór feluleikur fyrir mér og finnst ég því ekki búin að vera ég sjálf, vonandi fleiri sem tengja haha.

Þetta kom mjög mikið á óvart en fyrir ykkur sem vitið það ekki eða misstuð af þá fékk ég undanlegsfóstur í vor og þurfti því að fara í aðgerð og láta taka annan eggjaleiðarann minn. Ég skrifaði færslu um það erfiða ferli sem þið getið lesið hér. Það að missa annan eggjaleiðarann var mikið sjokk en sem betur fer þá er það ekki útilokað að eignast börn náttúrulega því hinn eggjaleiðarinn fer að vinna fyrir báða. Af því sögðu þá er ég í áhættuhóp og voru eitthverjar líkur (mjög litlar) að þetta myndi gerast aftur. Þannig þið getið rétt svo ímyndað ykkur kvíðann en samt gleðina þegar ég komst að þvi að ég væri ólétt (aftur). Ég fór strax í sónar þegar ég komst að því að ég væri ólétt en það er gert til þess að útiloka utanlegsfóstur. Þannig til að horfa á það jákvæða þá fór ég í tvo snemmsónara í stað einn.

Snemmsónar nr.2

Þetta var mjög fyndið eða skrítið hvernig ég komst að þessu. Ég var búin að vera mjög upptekin að vinna að stóru verkefni um daginn og var síðan á leiðinni út að borða um kvöldið með Steinari kærastanum mínum. Ég fann það bara á tilfinningunni að ég væri ólétt sem er mjög skrítið en mér fannst ég bara vita það. Ég var á leiðinni heim, á mjög mikilli hraðferð en ákvað síðan að stoppa í apóteki og kaupa óléttupróf. Óléttuprófið sem ég keypti var rafrænt óléttupróf, á því stendur einfaldlega hvort maður sé “Pregnant” eða “Not pregnant”. Ég var á svo mikilli hraðferð því ég var á leiðinni að sækja Steinar úr vinnunni en ákvað samt að fara fyrst heim pissa á prófið og sækja hann síðan. Það er líka alltaf sagt að maður eigi að bíða þangað til um morgunin því þá er best fyrir óléttuprófið að greina gildin en mér fannst ég bara ekki geta beðið haha. Þegar heim var komið þá pissa ég á prófið fer síðan fram og byrja að gera eitthvað annað og gleymdi eiginlega prófinu því ég var að drífa mig svo mikið. Síðan rétt áður en ég hleyp út um dyrnar ákvað ég að kíkja á prófið en bjóst við að sjá “Not pregnant”.. en vá hvað mér brá! Það stóð “Pregnant 1-2 weeks” þótt að ég hafði það á tilfinningunni þá brá mér samt og trúði þessu varla. Ég gat síðan ekki beðið með að segja Steinari þegar við kæmum heim heldur ákvað ég að taka prófið með mér, mjög skrítið haha en mig langaði bara að segja honum strax. Ég setti litla Nike skó sem ég hafði keypt í vor og setti prófið með í kassann. Þetta var mjög fyndin og skrítin stund að gefa honum kassann beint fyrir utan vinnuna hjá honum en hann var mjög hissa og ótrúlega glaður.

Mig langaði að deila þessu með ykkur því ég hef sjálf svo gaman að því að lesa svona sögur og kannski hjálpar þetta einhverjum sem hafa verið í mínum sporum, örlítil vonarglæta <3 Það er samt sem áður búin að fylgja mikill kvíði og hef ég ekki beint notið mín í sónar vegna þess að ég er ennþá svo hrædd en ég er að reyna að slaka á og njóta.

Við erum alveg í skýjunum og litla krúttið okkar er væntanlegt 01.02.20 xx

Ykkar einlæg, Guðrún Helga Sørtveit

VARALITUR SEM HELST Á ALLAN DAGINN

Skrifa Innlegg

6 Skilaboð

 1. Anna Bergmann

  29. July 2019

  Svo yndislegar fréttir <3

 2. Elísabet Gunnars

  29. July 2019

  SAMGLEÐST YKKUR SVO INNILEGA elsku flottu tilvonandi foreldrar <3 skemmtileg saga, takk fyrir að deila henni <3

 3. Svart á Hvítu

  29. July 2019

  Þetta eru svo yndislegar fréttir, innilega til hamingju bæði tvö <3

 4. AndreA

  30. July 2019

  Innilega til hamingju
  Hversu dásamlegt <3
  LoveLove
  A

 5. sigridurr

  30. July 2019

  Til hamingju! Svo æðislegar fréttir & skemmtileg saga! x

 6. Erna Einars.

  30. July 2019

  Hlakka svo til að knúsa litla krútt❤️