Halló!
Alltaf þegar sólin lætur sjá sig þá fer ég strax að leitast í léttari farða og ljómandi húð! Ég tók saman nokkra létta farða saman sem henta ótrúlega vel fyrir sumarið, gefa raka og vernda húðina.
Chanel Water Tint – fæst í Hagkaup
Water Fresh Tint er farði sem inniheldur 75% vatn og örsmáar ambúllur sem bráðna inn í húðina og skilja eftir sig létta en fallega þekju. Berið farðan á í hringlaga hreyfingum með burstanum. Þið getið lesið meira um þennan farða hér en ég gerði færslu um hann í fyrra.
Esteé Lauder Day Wear – fæst hér
Litað dagkrem sem gefur húðinni jafna og fallega ljómandi áferð. Litlar litaagnir aðlaga sig að þínum húðlit og gefa þér náttúrulegan lit og frísklegt útlit.
Origins Ginzing – fæst hér
Litað, létt olíulaust og orkugefandi dagkrem sem veitir húðinni raka, fyllir hana af orku, fullkomnar og verndar allt í einu skrefi. Formúlan er hvít á lit en þegar hún kemst í snertinu við húðina þá aðlagast hún þínum húðlit. Einnig inniheldur farðinn SPF 40.
Clinique Dramatically different moisturizing BB-gel – fæst hér
Olíulaust BB gel sem endist í 8 tíma, gefur góðan raka og aðlagast þinni húð.
Clarins Milky Boost – fæst í Hagkaup
Farði sem gefur fallega flauelsáferð sem minnir á hreinsimjólk. Formúlan er hvít á lit en þegar hún kemst í snertinu við húðina þá aðlagast hún þínum húðlit. Gefur húðinni fallega og náttúrulega þekju. Milky Booster Complex mýkir einnig húðina og gefur henni raka og ljóma með hjálp ferskjumólk og kiwi þykkni.
ILIA Super Serum Skin Tint – fæst hér
Þetta er farði, húðvara og sólarvörn. Inniheldur æðisleg innihaldsefni eins og Niacinamide, Squalane og Hyaluronic Acid. Jafnar áferð húðarinnar, gefur miðlungs þekju, fallegan ljóma og verndar húðina.
MÁDARA CITY CC – fæst hér
Þetta er náttúrlegur léttur farði, inniheldur SPF15, sem dregur fram ljóma húðarinnar. Kremið jafnar tóna húðarinnar, þar á meðal roða, dullness, dökka bletti og fölva. Vísindalega sannað að ver húðina fyrir mengun og öðrum umhverfisþáttum. Ver húðina fyrir sólinni og gefur henni góðan raka með hyaluronic sýru. Varan er vegan og cruelty free.
Takk fyrir að lesa og þið getið fylgst meira með mér hér @gudrunsortveit xx
Skrifa Innlegg