fbpx

MY LETRA X GUÐRÚN SØRTVEIT

LÍFIÐSAMSTARF

Halló!

Mín eigin skartgripalína!

Þið sem hafið fylgst með mér á mínum miðlum hafið eflaust tekið eftir því að ég er að gefa út skartgripalínu í samstarfi við my letra. Þetta er verkefni sem ég er búin að vera vinna að í marga mánuði og trúi ekki að þetta loksins orðið að veruleika. Þetta er búið að vera ótrúlega skemmtilegt og lærdómsríkt á þessum skrítnu tímum með nýfætt barn (sem er reyndar að verða 7 mánaða núna). Það er ótrúlega gaman að sjá hvernig allt ferlið fer fram og hvað þetta tekur í raun og veru langan tíma, frá hugmynd til viðskiptavinar. Ég er sjálf búin að vera viðskiptavinur my letra lengi og þess vegna var ótrúlega gaman að fá að hanna sitt eigið.

Ég hannaði allt út frá sjálfri mér, eitthvað sem mig langaði í persónulega og sem mér fannst vanta. Það er ekki beint neitt sérstakt þema en allt skartið á það samt sameiginlegt að vera mjög fíngert og klassískt. Nöfnin á skartinu er einnig allt sem einkennir mig og mitt líf. Ég er óendanlega þakklát fyrir þetta tækifæri og stolt! TAKK my letra fyrir tækifærið og Sóley eigandi my letra xx

 

Mynd: @laralindphoto Föt: @sagebysagasif

Spurningar frá ykkur:

Hvenær kemur hún í sölu?

04.09.20

Hvað eru margar vörur?

11 vörur

Kemur skartið í gylltu og silfri?

Já allt kemur í bæði gylltu og silfri

Hvernig skart er þetta?

Allt skartið frá my letra er gert úr ryðfríu stáli (stainless steel). Allt silfrið er stál og gyllt er með gylltur húð sem hefst vel. Það má fara með skartið í sturtu en mælt með að taka af sér fyrir lengri endingu en silfrið heldur sér alveg eins.

Get ég notað ef ég er með nikkelofnæmi?

Þeir sem eru með nikkelofnæmi geta notað allt skart frá my letra

Mynd: @laralindphoto Föt: @sagebysagasif

Mynd: @laralindphoto Föt: @sagebysagasif

Mynd: @laralindphoto Föt: @sagebysagasif

 

MEYJA EYRNALOKKAR

Eyrnalokkar sem eru þykkir og eru einstaklega fallegir. Þetta eru eyrnalokkar sem setja punktinn yfir i-ið. Ég nefndi þá “Meyja” því ég er meyja í stjörnumerkinu og er ég ein af þeim sem er alltaf að pæla í stjörnumerkjum. Þeir koma í bæði silfur og gylltu.

24 CUFF EYRNALOKKUR

Þetta er “cuff” eyrnalokkur, sem hægt er að festa á eyrað án þess að vera með gat. Þetta gerir mikið fyrir heildarútlitið og er eitthvað aðeins öðruvísi. 24 er fyrir pabba minn en hann á afmæli 24.september.

SEPTEMBER HÁLSMEN

Fallegt, fíngert en samt smá gróft hálsmen sem er einstaklega fallegt eitt og sér eða með öðru skarti. Það er í miklu uppáhaldi hjá mér að vera með tvö September hálsmen saman, eins og þið getið séð á myndinni hérna fyrir neðan. September hálsmenið er í höfðuð á afmælismánuðinum mínum og á sérstaklega vel við núna.

GYÐJA EYRNALOKKAR

Ég er eiginlega alltaf með hringi í eyrunum þannig það var eiginlega skylda að hafa hringi í minni skartgripalínu. Þeir eru mattir sem gerir þá veglega. Ég vildi hafa nokkrar stærðir og er hægt að kaupa þá eina og sér eða versla í sitthvoru lagi.

RÚN HRINGUR

Hringur sem mig hefur alltaf langað til að eignast! Hringurinn er grófur en samt fíngerður, hægt að nota einan og sér eða með öðrum hringum. Rún er í höfðuð á dóttur minni sem heitir Áslaug Rún.

ÁSLAUG HRINGUR

Hringur sem er fíngerður og mjór. Þetta er fullkomin hringur til að nota með öðru skarti eða eitt og sér. Ég mæli sérstaklega með að

14 HÁLSMEN

Fallegt hálsmen sem fer þétt að hálsinum og minnir á hálsmenin frá 1990-2000. Þetta er hálsmen sem mig var búið að langa í lengi og ég er svo ótrúlega ánægð með.

MAMMA HÁLSMEN

Þetta hálsmen er fyrir allar mömmurnar. Það er hægt að túlka þetta alveg eins og maður vill, hvort sem þetta er fyrir þig sjálfa sem mamma, fyrir mömmu þína eða til að gefa einhverri mömmu. Þegar ég varð ólétt og mamma sjálf þá fannst mér eitthvað vanta til að gefa eða kaupa sér sjálf. Það var annað hvort allt á ensku eða eitthvað sem fyrirferða mikið og ekki mínum stíl. Mig langaði aðhanna eitthvað sem er klassískt og hægt að nota dagsdaglega. Ég er ótrúlega ánægð með þetta hálsmen.

Það er hægt að nota hálsmenið á tvenna vegu, annars vegar láta “mamma” hliðina snúa fram eða snúa henni við. Það þurfa endilega ekkert allir að vita hvað stendur, því maður veit það sjálfur og oft líka gaman að breyta til. Þannig þetta eru tvö hálsmen í einu.

2011 HÁLSMEN

Þetta hálsmen er einfalt og klassískt, passar við allt og klikkar aldrei. Þetta hálsmen heitir 2011 því að ég og kærasti minn byrjuðum saman 2011. Hann er svo sannarlega búin að standa við bakið á mér og alltaf þarna á hliðarlínunni að peppa mig.

FEBRÚAR HÁLSMEN

Þetta hálsmen er einstaklega fallegt og passar vel með “2011” eða eitt og sér. Þetta er einfalt hálsmen en með skemmtilegu smáatriði en keðjan er snúin sem gerir hálsmenið sérstakt. Febrúar er einnig einn af mínum uppáhalds mánuðum en dóttir mín og kærasti minn eiga afmæli þá.

 

Þessi skartgripalína kemur einungis í mjög takmörkuðu upplagi og fer hún í sölu á morgun kl. 10:00 xx

Takk fyrir að lesa og þið getið fylgst meira með mér hér @gudrunsortveit xx

OOTD & SÍÐUSTU VIKUR

Skrifa Innlegg