fbpx

MY LETRA X GUÐRÚN SØRTVEIT VOL. 2

LÍFIÐSAMSTARF

Halló!

Það eru komnar tvær vikur síðan að mín önnur samstarfslína með my letra kom út! Ég ætlaði að vera löngu búin að deila þessari færslu með ykkur en við fjölskyldan nældum okkur í ælupest sem er víst að ganga og ég hef bara aldrei vitað annað eins. Ég hef ekki fengið ælupest síðan ég var lítil minnig mig eða allavega mjög langt síðan. Það voru margir búnir að láta mig að fyrsta hálfa árið eða jafnvel bara fyrsta árið með barn á leikskóla yrði meira og minna veikindi en var ekki að búast við í nánast hverri viku haha. Dóttir mín hafði verið veik einu sinni eða tvisvar fyrstu 18 mánuðina en eftir að hún byrjaði á leikskóla þá eru veikindin búin að vera nánast vikulega. Það tengja örugglega margir foreldrar við þetta, þessi litlu covid börn sama hafa bara verið bómul fyrsta árið sitt. Þetta er samt vonandi allt að verða betra og svona er þetta bara. Þetta er alveg ótengt nýju línunni minni en langaði bara að gefa ykkur smá life update!

Ég er ótrúlega stolt af þessari samstarfslínu okkar og ekkert smá þakklát my letra að vilja fá mig í þetta verkefni. Það er búið að vera ótrúlega gott að vinna með þeim og leyfðu þau mér alveg að ráða ferðinni. Þessi samstarfslína er að mörgu leyti byggð á mamma hálsmeninu úr minni fyrri línu sem varð ótrúlega vinsælt, fór alveg fram úr öllum væntingum. Okkur langaði svo að koma með mamma hálsmenið aftur nema í breyttum búning. Síðan var ég svo ánægð með formið á hálsmeninu og vildi vinna meira með það. Það er ekkert smá gaman að sjá hugmynd verða að veruleika. Ég er gjörsamlega í skýjunum með þetta og ótrúlega þakklát xx

mamma hálsmen

.. í örlitlum breyttum búning. Fyrir rúmu ári síðan gerði ég mamma hálsmen og ákváðum við að það þyrfti að koma aftur. Hugmyndin af þessu hálsmeni myndast þegar ég varð ólétt af dóttur minni en mér fannst svo lítið í boði til að gefa mömmum í til dæmis í sængurgjöf eða baby shower gjöf. Það var hreinlega ekkert í boði nema þá á ensku. Ég vildi líka ekki hafa hálsmenið of væmið eða áberandi. Það er hægt að bera hálsmenið ef maður er mamma eða fyrir mömmu sína, maður ræður alveg hvernig maður túlkar það. Síðan er hægt að snúa hálsmeninu öfugt og þá er bara tóm plata, þannig veit maður sjálfur hvað stendur. Ég er ótrúlega stolt af þessu hálsmeni og gaman að sjá aðra með hálsmenið!

Stjörnumerkjahálsmen

Stjörnumerki er eitthvað sem ég hef alltaf haldið uppá síðan ég var lítil og pælt mikið í. Ég er þekkt fyrir að taka upp bók um stjörnuspeki og lesa fyrir alla sem koma í heimsókn til mín og pæli mikið í stjörnuspeki. Þannig ég varð bara að gera stjörnuerkjahálsmen. Stjörnumerkjahálsmenin eru í sama stíl og mamma hálsmenið nema aðeins minni og einmitt ótrúlega fallegt að nota þau saman. Síðan fannst mér mjög skemmtilegt að hafa stjörnumerkin á íslensku og hef ég aldrei séð svoleiðis.

Mánaðarsteinar

Eins og með stjörnumerkin þá pældi ég líka mikið í mánaðarsteinum þegar ég var yngri og langaði alltaf í minn mánaðarstein. Mér finnst mánaðarsteinar svo fallegir og gaman að hafa þá með stjörnumerkjahálsmenunum eða einir og sér. Það er síðan líka hægt að bera mánaðarsteina barnanna sinna, sem mér finnst ótrúlega fallegt! Þetta er samt ekkert heilagt og líka hægt að velja stein sem manni finnst fallegur.

elska þig

Elska þig hálsmenið er líka eitthvað sem mér fannst vanta. Það er hægt að kaupa endalaust af “love you” hálsmenum en mig langaði svo að gera á íslensku. Ég vildi hafa hálsmenið ekki of áberandi og eins og með hin hálsmenin þá er hægt að snúa því öfugt þannig engin sér setninguna en þú veist af henni.

Takk svo innilega allir þeir sama nú þegar verslað, peppað eða sent mér fallega kveðju í sambandi við línuna! Ég er svo þakklát xx

 

TOPP 10 SNYRTIVÖRUR FYRIR HÁTÍÐIRNAR

Skrifa Innlegg