*Færslan er unnin í samstarfi við 66°NORÐUR
Halló!
Vá hvað tíminn líður hratt, Áslaug Rún dóttir mín er að fara byrja á leikskóla! Ég trúi þessu varla, þessir 18 mánuðir liðu svo hratt. Hún byrjar í vikunni og er ég á fullu að undirbúa leikskólatöskuna. Ég var sjálf að vinna á leikskóla eftir að ég kláraði menntaskóla og lærði þar ótrúlega mikið, til dæmis hvað er gott að hafa í fatahenginu. Einnig hef ég verið að drekkja í mig visku og fróðleik frá öðrum mömmum. Þetta er svo stórt skref og mér líður smá eins og litla barnið mitt sé að byrja í háskólanámi í útlöndum, kannski full dramatísk en vonandi tengja fleiri mömmur!
Ég ákvað að setja saman lista í samstarfi við 66°NORÐUR og deila með ykkur hugmyndum fyrir leikskólann eða skólann. 66°NORÐUR hefur lengi verið þekkt fyrir gæði og gaman að segja frá því að þá klæddist ég meira að segja 66°NORÐUR útivistafatnaði sjálf þegar ég var lítil. Það er ótrúlega mikilvægt að eiga góð og hlý föt fyrir íslenskan vetur. Mig langaði einnig að benda á Hringrásvefinn hjá 66°NORÐUR, ótrúlega flott framtak hjá þeim – meira um það hér.
Mímir Pollagalli – Vind- og vatnsheldur pollajakki fyrir börn úr hágæðaefni. Endurskinsmerki á ermum, baki og að framanverðu á jakka. Renndur að framan með smelltum storm- og regnlista. Þetta er nýr litur og ótrúlega fallegur!
Náttfari – Mjúkur og þægilegur krulluflísgalli á ungbörn. Hægt er að loka fyrir hendur og fætur og áföst hetta. Mér finnst líka mikill kostur að það sé “hnébætur” þannig gallinn skemmist ekki ef barnið skríður um úti í gallanum.
Barnahúfa – Þessi bleika húfa er á óskalistanum hjá okkur.
Kría flísdress – Mjúk og þægileg peysa og buxur á ungbörn sem heldur vel hita og andar vel. 100% endurunnið polyester. Við eigum flísdress frá 66°NORÐUR sem er í mikilli notkun þegar við förum út að leika.
Svanur úlpa – Einstaklega hlý og lipur dúnúlpa á þau allra yngstu. Úlpan er einangruð með blöndu af endurnýttum gæsa- og andardún og ytra byrði úlpunar er úr slitsterku endurunnu nylon efni. Úlpan kemur með gervi loðkraga sem hægt er að smella af. Ég lærði líka gott trix um daginn að sniðugt sé að greiða aðeins úr gervi feldinum. Það voru einnig að koma nýir litir og vá hvað þeir eru fallegir, meðal annars þessi fallegi bleiki litur.
Valhöll – Hlý og létt ullarföt úr 100% merino ull. Fullkomið sem grunnlag undir útifötin eða bara til að nota á köldum vetrar degi.
Rán heilgalli – Léttur heilgalli á börn úr vindheldu og vatnsfráhrindandi efni.
Ég ætla gefa einum heppnum 50.000kr gjafabréf hjá 66°NORÐUR sem hægt er að nýta til að kaupa föt fyrir veturinn. Þið getið séð meira um leikinn hérna á instagraminu mínu @gudrunsortveit xx
Takk fyrir að lesa og þið getið fylgst meira með mér hér @gudrunsortveit xx
Skrifa Innlegg