fbpx

LAST MINUTE JÓLAGJAFAHUGMYNDIR

ÓSKALISTISAMSTARF
*Færslan er í samstarfi við Purkhús

Halló!

Mér datt í hug að það væri gaman að taka saman smá lista af “last minute” jólagjafahugmyndum. Ég held nefnilega að það séu margir sem klára alltaf allar gjafirnar í desember. Ég næstum því búin að græja allar jólagjafir en finnst einmitt alltaf gaman að geyma nokkrar fyrir desember og geymi oft eina gjöf sem ég kaupi á Þorláksmessu. Það er þó alveg tvær vikur í jólin en þessi listi gæti kannski hjálpað þeim sem vantar fleiri hugmyndir eða bara finnst gaman að skoða fallega hluti.

Libbey can glas – Falleg glös sem eru fullkomin fyrir íslatte eða smoothie.

Louis Vuitton bók – Falleg bók er alltaf sniðug gjöf og ég kemst ekki yfir það hvað mér finnst bækurnar hjá Purkhús fallegar.

Ostahnífar – Fallegir ostahnífar.

Jólaskraut skel – Purkhús er með fullt af skemmtilegu jólaskrauti og mér finnst svo sniðugt að velja skraut sem á við persónuleika manneskjunnar sem fær gjöfina.

HK Living kerti – Dásamlegt ilmkerti frá HK Living sem er í fallegri keramík krús.

HK Living 70’s keramik kaffibolli – Gullfallegir bollar sem eru gylltir og hvítir. Ég er alveg bollasjúk og mér finnst það ótrúlega sniðug gjöf.

Þurrkuð blóm – Mér finnst þurrkuð blóm svo falleg og þau endast endalaust!

Marmara snúningsbakki – Fallegur og klassískur marmaradiskur sem er snúanlegur og því fullkomin til þess að bera fram veitingar. Ég á svona bakka sjálf og er alltaf með hann uppi. Hægt að setja einmitt veitingar eða kerti og bara hvað sem er.

Jólaskraut ferskja – Alltof sætt jólaskraut!

Mega tré gengheil eik – Falleg tímalaus tré sem passa við allt.

Ade funky skulptúr – Falleg stytta sem gerir heimilið fallegt.

Abigail spegill – Æðislegur spegill með mjúkum línum frá Danska merkinu Bloomingville.

Pawa bakki – Bakki frá danska merkinu Bloomingville. Það er hægt að nota þessa bakka á svo marga vegu. Ótrúlega fallegur!

BÓKAJÓL

Skrifa Innlegg