fbpx

KVEÐJA FRÁ VARSJÁ

LÍFIÐ

Halló! Ég heilsa ykkur frá Varsjá en ég er hérna með kærastanum mínum í smá fríi. Við erum búin að vera hérna í nokkra daga og er ég strax orðin ótrúlega hrifin af Varsjá. Það er svo margt hægt að skoða og sjá. Ég veit ekki afhverju Pólland varð fyrir valinu fyrir fríið en sjáum sko ekki eftir því. Það er allt svo fallegt hérna, ódýrt og fallegar byggingar. Hótelið okkar er líka á mjög góðum stað þannig við getum labbað í allt. Mæli innilega með að koma hingað í borgarferð. Það er skemmtilegt að segja frá því að við höfum ekki farið tvö saman til útlanda í 4 ár vegna íbúðarkaupa. Við ákváðum að safna fyrir íbúð og slepptum því að fara saman í utanlandsferðir. Þannig þetta frí er búið að vera langþráð og nauðsynlegt fyrir okkur.

 

 

Mig langaði að deila með ykkur nokkrum hlutum sem ég mæli með að gera í Varsjá.

Mæli með:

Bubbles Resturant

Aioli Resturant

How u doin Cafe – Þetta er kaffihús sem er með Friends þema, fullkomið fyrir þá sem elska Friends þættina.. eins og mig! 

Fara í gamla bæinn

Sjá Menningarhöllina

Arkadia Shopping Mall

Síðan er bara yndislegt að labba og njóta!

 

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

SEPHORA ÓSKALISTI

Skrifa Innlegg