fbpx

KRULLUJÁRN SEM ÉG ER AÐ MISSA MIG YFIR

HÁRSAMSTARF
*Færslan er unnin í samstarfi við GHD 

Ég er loksins búin að finna krullujárn sem er einfalt, fljótlegt og gerir hinar fullkomnu krullur eða liði að mínu mati. Ég er engin hársnillingur en þetta krullujárn er svo einfalt að það geta allir nota það. Þetta er krullujárnið frá GHD sem heitir Classic Wave Wand og er eitt það flottasta sem ég hef séð. Mér finnst krullurnar verða svo náttúrulega og fallegar en það er mikið hægt að leika sér með þetta járn. Mér finnst ég geta gert mikið af krullum og síðan líka náttúrulegri sem henta dagsdaglega. Þó ég sé ekki alltaf með krullur dagdaglega en þá tekur þetta án djóks 5 mín og gerir svo mikið!

GHD járnin eru þó hver önnur flottari og átti ég í erfiðleikum með að velja eitt en mér fannst Classic Wave Wand henta mér vel. Það tekur krullujárnið 25 sekúndur að hitna og er bara einn takki á járninu. Það er búið að háþróa hitan á járnunum og er þetta að þeirra mati hin fullkomni hiti fyrir hárið. Mér finnst það mjög þægilegt en oft var ég að stilla svona járn alltof hátt og skemmdi þar aðleiðandi hárið mitt mjög fljótt en ég mæli alltaf með að nota hitavörn.

Hérna er ég búin að krulla hárið mitt með GHD Classic Wave Wand

GHD merkið er algjört lúxus merki og hefur þetta merki unnið til margra verðlauna síðastliðin ár. Ég fór í greiðslu fyrir Real Techniques PowderBleu viðburðinn minn um daginn og var ég ekkert smá ánægð með hárið mitt. Ég er með frekar fíngert og slétt hár sem engar krullur haldast í eða ég þarf að nota svona heilan brúsa af hárlakki til að krullur haldist í hárinu. Ég furðaði mig samt allt kvöldið hvað hárið mitt hélst fínt og spurði ég hana hvaða járn hún notar alltaf, sem er GHD Gold Styler! Þetta gerði mig ennþá spenntari fyrir þessu merki og hlakka ég til að prófa mig áfram með þetta merki.

Hár eftir Ingunni Sig og notaði hún GHD Gold Styler – Mæli með að fylgja henni á instagram!

 

Hérna er síðan járnið mitt og þetta er algjör lúxus járn en eftir að maður eignast svona flottan grip þarf maður ekki að kaupa aftur. Ég man að ég safnaði mér fyrir fyrsta sléttujárninu mínu og átti það í mörg ár. GHD vörurnar eru seldar á ákveðnum hárgreiðslustofum en einnig hér.

 

Margir af flottasta hárgreiðslufólki heims notar þessi járn og er einstaklega gaman að fá loksins að vita hvaða krullujárn “Hollywood” stjörnurnar nota.

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

KVEÐJA FRÁ VARSJÁ

Skrifa Innlegg