Það er búið að vera nóg að gera hjá mér seinustu daga en mér finnst alltaf skemmtilegast þegar það er nóg að gera. Mig langaði að deila með ykkur seinustu dögum í máli og myndum.
FIMMTUDAGUR
Á fimmtudaginn fór ég í skólann og borðaði síðan hádegismat með vinkonum mínum og litla vini mínum. Það var ótrúlega gaman að setjast niður og njóta með þeim.
Ég ákvað að fjárfesta í þessum gullfallegu strigaskóm í vikunni og er bókstaflega ekki búin að fara úr þeim.. eins og þið munið eflaust sjá á næstu myndum. Þetta eru Air Max 95 frá Nike, ótrúlega þægilegir og passa við allt!
Ég keypti mér líka þetta vesti í Hverslun og ansi sátt með þau kaup.
Yndislegi Gunnar Steinn xx
Seinnipartinn fór ég á námskeið hjá systrunum Evu Laufeyju og Eddu. Námskeiðið snerist um hvernig maður gæti bætt framkomu og annað tengt því. Þetta var mjög fræðandi og skemmtilegt, lærði helling af þessu námskeiði. Ég fór síðan óvænt á Ellý söngleikinn með mömmu í Borgarleikhúsinu. Vá þessi sýning er alveg hreint mögnuð!
FÖSTUDAGUR
Á föstudaginn var ég meira minna á hlaupum en ég fór með mömmu á Kauphlaup. Síðan beint eftir það fór ég heim og gerði mig til fyrir viðburð hjá Shiseido þar sem verið var að kynna fyrir okkur öllu því nýja og spennandi frá þeim. Ég er ótrúlega spennt að segja ykkur betur frá því við tækifæri en vörurnar frá þeim eru svo fágaðar og fallegar.
Fallega Bríet – Ég er mikil aðdáandi hennar og hlusta mikið á tónlistina hennar þannig ég var smá “starstruck” þegar ég sá hana
Síðan beint af viðburðinum fór ég á Grandamathöll með vinkonu minni og fögnuðum afmælinu hennar. Það er alltaf svo gott að setjast niður og spjalla við vinkonu sína um allar pælingar og tilfinningar.. nauðsynlegt!
LAUGARDAGUR
Á laugardaginn vaknaði ég snemma og gerði mig til fyrir spennandi myndatöku með Real Techniques. Þessi myndataka var fyrir nýjustu burstana þeirra, PowderBleu sem ég skrifaði um hér. Íris Dögg snillingur tók myndirnar og er ég spennt að sýna ykkur lokaútkomuna! Restin af deginum fór síðan í að sortera föt og annað fyrir Kolaportið.
Ég var með dökkt smokey í myndatökunni til þess að tóna við burstana
Það var brjálað veður þennan laugardaginn en sem betur fer verstnaði veðrið eftir myndatökuna haha.. annars hefði ég verið svona í myndatökunni.
Sunnudagur
Dress: Keypti þetta pils nýlega í ZARA, leggings úr Vero Moda, Nike skórnir og hvítur rúllukragabolur úr ZARA.
Ég og vinkona mín vorum með bás í Kolaportinu. Við seldum slatta af fötum og restin sem seldist ekki fór í Rauða Krossinn. Það er mjög frelsandi að fara í gegnum fataskápinn sinn – mæli með!
Þið megið endilega segja mér hvort ykkur finnst gaman að skoða svona dagbókar færslur, þá reyni ég að gera svona færslur oftar xx
Takk fyrir að lesa xx
– Guðrún Helga Sørtveit
Skrifa Innlegg