fbpx

JÓLAGJAFAHUGMYNDIR: FYRIR LEYNIVININN

ÓSKALISTISNYRTIVÖRUR

Það eru eflaust margir sem eru með leynivinaleik á sínum vinnustað eða vinkonu/vinahópar sem eru með “secret Santa”. Mig langaði því að taka saman nokkrar sniðugar og ódýrar gjafir fyrir jólin. Mér finnst þetta allt vera frábærar gjafir og er þetta til dæmis sniðugt fyrir þá sem eru í leynivinaleikjum á vinnustöðum, vinkonu, vin eða fyrir jólasveininn.

 

GRAB + GLOW frá Real Techniques Þetta er sett sem inniheldur tvo litla bursta sem frábært er að hafa í veskinu eða á ferðinni.

House of Peppermint Candy Cane Delights – The Body Shop eru snillingar í fallegum gjafaöskjum og er þessi askja engin undartekning. Þetta sett inniheldur sturtusápu, body lotion og baðlilju. Það er yndisleg jólalykt af þessu og fullkomið fyrir þá sem vilja dekra við sig yfir hátíðirnar.

Coconut Warm Hands, Soft Kisses Hand and Nail Set – Mér finnst þetta vera klassísk gjöf. Það er alltaf gott að fá góðan handáburð, sérstaklega á þessum tíma árs og er þessi kókos ilmur er æði.

Miracle Beauty Ball frá Real Techniques – Það er alltaf sniðugt að gefa nýjan svamp en það er hlutur sem maður þarf að endurnýja reglulega. Síðan skemmir ekki fyrir að svampurinn kemur í sætri jólakúlu sem vel má endurnýta eða föndra úr.

Almond Milk and Prism – Önnur æðisleg gjafaaskja frá The Body Shop sem inniheldur body lotion og sturtusápu. Ilmurinn af þessu setti er æðislegur og mér finnst maður alltaf hitta í mark með dekur gjöfum. Það eiga allir skilið dekur!

Real Techniques PowderBleu Soft Shadow bursti– Þetta er minn allra uppáhalds augnskuggabursti. Þessi bursti grípur hæfilegt magn af vöru, silkimjúkur og blandar nánst fyrir mann.

Dr. Teals Epsom Salt – Ég myndi segja að þetta væri gjöf handa öllum! Máttur Epsom salt er ótrúlegur en saltið inniheldur gífurlegt magn af magnesíum. Saltið dregur úr bólgum og er streitulosandi. Það er þó orðið mjög algengt í dag að fólk eigi ekki baðkar en það má einnig nota þetta sem skrúbb.

 

Ég vona að þetta hjálpi einhverjum en oft er maður alveg tómur hvað maður eigi að gefa og gleymum ekki að það er hugurinn sem gildir <3

 

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

MÆLI MEÐ: MAKE-UP STUDIO HÖRPU KÁRA

Skrifa Innlegg