fbpx

JÓLAGJAFAHUGMYNDIR FYRIR HANN

ÓSKALISTI

Halló!

Ég ákvað að taka saman jólagjafahugmyndir fyrir ykkur! Mér finnst sjálfri svo gaman að fá hugmyndir frá öðrum og sérstaklega þegar kemur að versla fyrir mennina í lífi mínu. Alltaf þegar ég spyr kærasta minn, pabba minn eða bræður mína “hvað langar þér í jólagjöf?” – þá fæ ég nánast alltaf sama svarið “veit það ekki”. Þannig þessi er listi innblásin af hugmyndum af gjöfum sem ég held að þeir myndu vilja. Ég var þó mest með kærasta minn í huga og fékk hann til að líta yfir listann og ég var nokkuð spot on. Síðan er alltaf klassískt að gefa gjafabréf en oft er bara svo skemmtilegt að gefa pakka.

Tindur peysa í litnum Tee frá 66 norður – Nýr litur á Tindur peysunni frá 66 norður. Kærasti minn á þessa peysu og notar hana nánast daglega.

Eva Solo Rifjárn Mini Chopper – Æðislegt rifjárn til að saxa fljótlega niður lauk eða hvítlauk.

Birkenstock – Góðir inniskór er klassísk gjöf fyrir alla!

Bolli Dad fra Design Letters – Pabbabolli en það er líka hægt að fá afabolla – mjög kjút gjöf.

Bink Day Bottle Smoke Falleg minimalísk og stílhrein vatnsflaska frá Bink. Flaskan er úr gleri og sílikoni með víðu opi sem gott er að drekka úr og auðvelt að fylla með klökum.

Paco Rabanne – 1 million – Það er mjög sniðugt að gefa uppáhalds ilmvatn eða rakspíra.

 

Vík hanskar frá 66 norður – Þetta er mjög sniðug gjöf. Hanskar sem eru úr vind- og vatnsheldu hágæða flísefni og mesta snilldin er að þeir eru sérstaklega hannaðir fyrir snjallsíma. Þannig maður þarf ekki að fara úr hönskunum til að svara símanum.

Tim Vladimir svunta – Það er mikið eldað í minni fjölskyldu og væri því gæða svunta tilvalin jólagjöf. Þetta er líka ekta gjöf sem maður kaupir ekki handa sjálfum sér en ótrúlega gaman að eignast ef maður er mikið í eldhúsinu.

Nike Tech Fleece – Klassík! Þessir gallar eru æðislegir og ótrúlega flott gjöf.

Vínrekki Nordic Eik – Fallegur og stílhreinn vínrekki.

The Official Downton Abbey Cocktail Book – Skemmtileg bók sem kennir þér að búa til kokteila og segir einnig frá sögu hvers og eins kokteils.

Sett Salt og Piparkvörn BOTTLE Hunting Green/Beige Walnut – Falleg salt og piparkvörn. Kvörnin er gerð úr sterku keramiki.

Jólaskraut pulsa – Það er hægt að fá allskonar jólaskraut í Purkhús og sniðugt að finna jólaskraut sem einkennir persónuleika þeirra sem fá gjöfina.

Ostahnífar – Svart stál ostahnífasett. Þetta er eitthvað sem margir gleyma að kaupa fyrir sjálfan sig og því frábær gjöf.

Mynd eftir Töru Tjörva – Tara er með fallegustu orðin og hægt að finna orð sem henta hverjum sem er. Þetta er ótrúlega falleg og persónuleg gjöf.

The Body Shop Beard Care Gift – Sniðugt skegg sett sem heldur skegginu vel snyrtu.

ÓSKALISTINN MINN

Skrifa Innlegg