Halló!
Ég varð að taka saman lista fyrir þau allra minnstu og var það án efa skemmtilegast að taka saman þessa lista saman. Þessir listar hefðu geta verið endalausir en það er til svo margt fallegt fyrir börn. Ég setti þessa lista saman með dóttur mína í huga. Dóttir mín er að verða tveggja ára í febrúar og mér finnst hún fyrst núna byrja hafa áhuga á dóti. Ég er mjög hrifin af eiga minna heldur meira af dóti og dót sem hægt að nota á marga vegu, eins og til dæmis kubba.
Fairy sparkle dress – Fallegur kjóll með skínandi stjörnum.
Maileg mús – Ég er alveg veik fyrir þessu músadóti, finnst það svo alltof sætt en kannski ekki alveg “must” fyrir 21 mánaða en mjög sætt engu að síður. Þetta minnir mig á dót sem ég átti þegar ég var lítil.
Dúkkuvagn – Sebra dúkkuvagn í nýjum lit. Þetta er líka sniðugt fyrir þau sem eru að læra að labba því vagninn er svo stöðugur.
Skjelalampi – Fallegur lampi sem hægt er að ráða birtustiginu á. Ég keypti alveg eins lampa nema bleikan og ég er alltaf jafn ánægð með hann.
Hárgreiðsludót – Ótrúlega sætt hárgreiðsludót sem hægt að taka líka með í bað. Dóttir mín á svona og henni finnst svo gaman að fá að greiða mér og pabba sínum. Þetta er líka dót sem hægt er að leika með lengi.
Dúkku ömmustóll – Fallegur ömmustóll fyrir dúkkur.
Afternoon tea set – Mér finnst svona bollastell alltof sæt og sniðug gjöf því það er hægt að leika sér með þetta lengi.
Slaufuspennur – Sætar spennur í hárið. Það stendur samt á pakkningunni að þetta sé fyrir þriggja ára og eldri þannig mikilvægt að hafa það í huga.
Micki Lína Langsokkur Seguldúkka – Þetta er ótrúlega sniðugt dót til þess að æfa fínhreyfingar og orðaforða. Við elskum Línu og finnst dótið frá Micki ótrúlega sniðugt.
Stuckies – Lang bestu sokkarnir að mínu mati og sniðug gjöf handa hverju barni sem er. Stuckies var stofnað til að leysa sokkavandamálið. Með sílikon doppum að innan og teygjum í kringum rist og ökla haldast Stuckies sokkarnir á sínum stað.
Viðarþvottavél – Dóttir mín elskar að taka og setja í þvottavélina og held ég því að þetta væri fullkomin gjöf.
Röndóttur kjóll & buxur – Æðislegt dress frá Petit Piao. Dóttir mín hefur átt kjóll frá þessu merki og notuðum við hann endalaust. Mér finnst líka svo gaman að hafa hana í “matching” dressi.
Nike strigaskór – Hvítir strigaskór sem passa við allt.
Petit Stories Tulipa kjóll & buxur – Íslensk hönnun og lífrænn bómull. Fötin frá Petit Stories fá mín meðmæli en dóttir mín á nokkrar flíkur frá merkinu.
Baðdót – Krúttað baðdót frá Konges Sljod.
Konges Sljod Christmas Ornament Luna – Fallegt jólaskraut frá Konges Sljod sem hægt er að merkja persónulega.
Seglukubbar – Seglukubbar eru ótrúlega sniðugir og þroskandi. Það er hægt að leika með þá á marga vegu og fram eftir aldri.
Viðarkubbar – Flottir viðarkubbar sem ýtir undir ímyndunaraflið og hægt að nota á marga vegu.
bObles krókódíll – Þorskaleikfang sem ýtir undir samhæfingarhæfni og ímyndun. bObles dýrin eru sniðug fyrir allan aldur.
Tígrísdýr – Skemmtileg dýr uppá vegg.
Tónlistarsett – Sett sem inniheldur allskonar hljóðfæri.
Stacking Tower Dag – Tuscany Rose Multi Mix – Mjúkur staflturn úr 100% sílikon sem auðvelt er að þrífa.
Viðartré dýr – Sæt dýr úr tré sem koma í poka.
Matarkarfa – Karfa full af allskonar mat sem hægt er að nota í eldhúsleik.
Stacking Tower Petal – Staflturn hægt er að leika sér með á marga vegu.
Goki trékubbar – Trékubbar sem ýta undir ímyndunaraflið.
Takk fyrir að lesa og þið getið fylgst meira með mér hér @gudrunsortveit xx
Skrifa Innlegg