Halló!
Ég orðin mjög spennt, eins og flestir held ég, að kveðja þetta ár og gera það með stæl. Mér finnst svo gaman að gera mig til og hef lítið gert þá á þessu ári og án gríns búin að vera spennt fyrir því að gera mig um hátíðirnar. Mig langaði að deila með ykkur mínum innblæstri í förðun, hár og dressi.
Innblástur fyrir förðuninni var frá instagram skvísunni @emilisindlev. Ég rakst á þessa dökku en glitrandi förðun og hugsaði strax um gamlárs. Mér finnst alltaf við hæfi að fara aðeins út fyrir þægindarammann eða gera eitthvað aðeins útaf vananum á gamlárskvöld, eins og til dæmis að setja á sig glimmer.
Glimmer smokey
Ljómi: Til að ná fram fallegri og ljómandi húð þá finnst mér æðislegt að nota Becca Cosmetics Shimmering Skin Perfector liquid í litnum Champange Pop en það er til fullt af litum sem hentar öllum húðtónum.
Farði: Farði sem helst vel á húðinni er eitthvað sem er nauðsynlegt á gamlárs! Ég mæli með Shiseido Synchro Skin Self-Refreshing. Nafnið á farðanum segir allt sem segja þarf en í stuttu máli er þetta farði sem helst ferskur á húðinni, aðlagast og hreyfir sig eftir þinni húð. Mögnuð formúla en þið getið lesið betur um hann hér.
Bronzer: Krem bronzer til þess að móta og gefa andlitinu hlýju. Les Beiges bronzer-inn frá Chanel gefur ótrúlega fallegan lit, ferskleika og endist lengi á húðinni.
Kinnalitur: Mér finnst oft fallegt að vera með látlausan kinnaliti við smokey. Augun njóta sín betur ef maður setur til dæmis látlausari kinnalit og nude varir, eins og sést á myndinni. Blossom Blush í litnum Hey Honey frá Nabla er einstaklega fallegur og frískar húðina.
Augnblýantur: Góður augnblýantur er algjört lykilatriði að mínu mati þegar kemur að klassískri smokey förðun. Það er hægt að nota svartan eða dökkbrúnan. Clarins waterproof eye pencil er ótrúlega góður en hann er mjúkur, blandast og helst vel á augunum.
Augnskuggapalletta: Það eina sem maður þarf í dökkt brúnt smokey eru fallegir brúnir tónar. Það er einnig hægt að nota svartan augnskugga en mér finnst oft ekki þurfa ef maður er með dökkbrúnan og getur oft verið erfitt að vinna með svarta augnskugga. Ég sá þessa pallettu frá Clarins sem inniheldur fjóra liti og alla sem henta fyrir smokey förðun.
Glimmer: Ef það er einhvertímann tími til að setja á sig glimmer þá er það á gamlárs! Nyx Professional Makeup er með ótrúlega gott úrval af glimmerum og pigmentum.
Varablýantur: Brúntóna varablýantur til þess að móta varirnar. Varablýantur sem ég valdi að þessu sinni er Naked frá Urban Decay.
Gloss: Síðan til að toppa förðunin þá setjum við gloss. Glossið sem ég valdi er úr hátíðarlínu Becca Cosmetics. Varirnar verða fallegar en hlutlausar og stela ekki athyglinni frá augunum.
Kjóll: Bronze Sprakle dress frá Yeoman er svo fallegur og hátíðlegur. Ég hef lengi verið hrifin af hennar hönnun og klæddist einmitt kjól frá henni seinustu jól.
Skart: Fallegt skart gerir svo mikið fyrir heildarlúkkið. Mér finnst gróft skart passa einstakalega vel á áramótunum og fæst það hjá my letra.
Skór: Fallegustu skórnir! JoDis by Andrea Röfn og þessir heita Aþena. Svo ótrúlega fallegir og passa við hvaða tilefni sem er að mínu mati. Ég á skó úr línunni hennar Andreu og verð ég að segja að þetta eru einir þægilegustu skór sem ég hef átt. Ég er með frekar breiða fætur og finnst oft erfitt að finna mér skó. Þannig ég mæli innilega með að skoða línuna hennar ef þið eruð í skó hugleiðingum!
Hár: Fallegir liðir til að toppa heildarlúkkið!
Takk fyrir að lesa og þið getið fylgst meira með mér hér @gudrunsortveit xx
Skrifa Innlegg