fbpx

HVERNIG Á AÐ NOTA BURSTANA SÍNA?

BURSTARSAMSTARF

Burstar eru mjög mikilvægir þegar það kemur að förðun, ef þú ert með réttu burstana þá er allt hægt. Ég ætla segja ykkur frá hvernig hægt sé að nota burstana úr tveimur af mínum uppáhalds settum frá Real Techniques. Það er þó engin ein rétt leið hvernig á að nota burstana sína en þetta gæti hjálpað þeim sem eru í vafa.

*Færslan er unnin í samstarfi við Real Techniques

FLAWLESS BASE SET

 

Þetta sett er hægt að nota í margt og algjört must að mínu mati. Ég nota mitt nánast daglega og í marga mismunandi hluti. Appelsínuguli liturinn segir okkur að burstarnir séu ætlaðir öllu sem tengist grunninum að förðuninni.

Contour Brush: Þessi bursti er ætlaður í nákvæmar skyggingar á andlitinu. Ég hinsvegar nota hann mikið í að setja púður undir augunum og önnur smáatriði á andlitinu.

Detailer Brush: Lítill og góður bursti í smáatriði. Til dæmis að fela bólur, móta varirnar eftir varalitaásetningu og móta augabrúnirnar.

Buffing Brush: Þessi bursti er ætlaður að blanda út farða og er mjög góður í krem vörur.

Square Foundation Brush: Þetta er farða bursti sem hægt er að nota til þess að blanda út farða eða leggja vöruna á andlitið áður en maður blandar. Ef þú vilt miklu þekju þá mæli ég með að nota þennan bursta fyrst til þess að setja farðann á andlitið og síðan blanda með Buffing brush. Ég nota hann líka mikið í maska.

 

ENHANCED EYE SET

Þetta sett nota ég mikið þegar ég er að gera augnförðun. Fjólublái liturinn segir okkur að þessir burstar séu ætlaðir augnsvæðinu.

Medium Shadow Brush: Burstinn er breiður og frekar flatur. Hann er góður í að blanda og gera nákvæma skyggingu í glóbus.

Essential Crease Brush: Þessi er góður í að blanda skyggingu í glóbus og að byggja upp augnskugga.

Fine Liner Brush: Mjór eyeliner bursti, gefur nákæma og skarpa línu.

Shading Brush: Einstaklega góður bursti til þess að setja augnskugga á augnlokið og blanda augnskugga í neðri augnháralínuna.

Lash Separtor: Hver kannast ekki við að vera setja á sig maskara og hann klessir augnhárin? Ég kannast allavega mjög mikið við það og nota þetta mikið til þess að greiða augnhárin í sundur eftir maskaraásetningu.

 

Vonandi hjálpaði þessi stutta sýnikennsla en ég mæli eindregið með því að prófa sig áfram með bursta og finna út hvernig manni finnst best að nota þá!

 

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

VILT ÞÚ VINNA BECCA ICONICS?

Skrifa Innlegg