Mig langaði aðeins að spjalla við ykkur um húðumhirðu en ég hef mikin áhuga á því. Ég er ekki menntaður snyrtifræðingur en er förðunarfræðingur og hef aflað mér talsvert mikið af upplýsingum um húðina.
Húðumhirða er lykilinn af fallegri förðun og mjög mikilvægt að hugsa vel um húðina sína. Það þarf ekkert að vera flókið að hreinsa á sér húðina og hægt að gera með einföldum skrefum. Mér finnst best að hugsa um húðhreinsunina í skrefum og eru öll skrefin mjög mikilvæg. Það er síðan auðvitað hægt að bæta inn skrefum og finna út hvað hentar sér en mér finnst þessi leið lang einföldust.
Ég reyni að hreinsa húðina mína tvisvar á dag eða sem sagt kvölds og morgna. Á kvöldin geri ég meiri hreinsun en á morgnana og ég verð að viðkenna að ég gleymi stundum að hreinsa húðina á morgnana en aldrei á kvöldin.
KVÖLDRÚTÍNA
Skref 1 – Taka farða, maskara og allt af húðinni
Fyrsta skrefið er að taka farða, bb krem eða það sem þú er með á húðinni en það er mjög mikilvægt að geraþetta áður en maður hreinsar húðina
Skref 2 – Hreinsa húðina
Núna þegar það er búið að taka farða og annað af húðinni, þá er hægt að hreinsa húðina með góðum gel hreinsi eða mildum kornaskrúbbi. Það er því ekki nóg að gera bara skref eitt en ef þú ert ekki með neitt á húðinni þá er í lagi að fara beint í skref 2.
Það halda samt margir að maður þurfi ekki að hreinsa húðina ef það er ekkert á húðinni yfir daginn en það er stór misskilningur. Það eru allskonar óhreinindi og annað í umhverfinu sem getur sest á húðina og viðheldur maður húðinni með því að hreinsa hana. Húðin nær ekki að endurnýja sig nógu vel og með því að hreinsa hana tökum við í burtu dauðarhúðfrumur, þannig komum við einnig í veg fyrir fínar línur.
Skref 3 – Toner
Toner “lokar” húðinni eða kemur í veg fyrir að óhreinindin sem við vorum að hreinsa úr húðinni komist aftur inn í húðina, því að þegar við erum nýbúin að hreinsa húðina er hún mjög “opin”.
Skref 4 – Rakakrem
Mikilvægt að gefa húðinni góðan raka eftir hreinsun og næra hana vel. Ég mæli að sjálfsögðu með að nota augnkrem og serum ef þið eruð 25+.
Núna er húðin tilbúin fyrir kvöldið/nóttina..
Morgunrútína
Skref 1 – Andlitsvatn
Ég tek alltaf andlitsvatn og renni því yfir andlitið á morgnana. Þannig tökum við óhreinindi sem komu upp á yfirborðið meðan við vorum sofandi.
Skref 2 – Rakakrem
Síðan set ég gott rakakrem og þá er húðin tilbúin fyrir daginn.
Mér finnst þetta vera mjög einföld skref sem allir geta gert, hægt finna húðvörur sem henta öllum húðtýpum og setja inn í þessar rútínur. Vonandi hjálpaði þetta einhverjum xx
Takk fyrir að lesa xx
– Guðrún Helga Sørtveit
Snapchat: gsortveitmakeup
Skrifa Innlegg