*Vöruna fékk greinahöfundur að gjöf
Mig langaði að segja ykkur frá vöru eða tæki sem ég er búin að vera nota síðustu mánuði. Þetta er hreinsiburstinn frá Clarisonic eða réttara sagt Mia2. Þetta tryllitæki er algjörlega búið að breyta húðinni minni! Þetta er algjörlega vara sem maður vissi ekki að maður þyrfti fyrr en maður eignaðist hana haha. Ég nota burstann kvölds og morgna.
*Vörunar fékk greinahöfundur að gjöf
Það er hægt að fá allskonar týpur af Clarisonic og er Mia2 bara ein af mörgum. Burstinn er vatnsheldur og maður hleður hann með hleðslutæki, þannig það er ekkert batterí.
Þetta er svo tæknilega græja að hún lætur vita hvenær á að skipta. Sem sagt 20 sek enni – 20 sek nef og haka – 10 sek á hvora kinn. Þetta er ótrúlega auðvelt og þæginlegt!
Það eru tvær stillingar á burstanum, annars vegar “universal” sem er bara þessi hefðbunda stilling. Síðan er það “delicate” sem er aðeins mildari stilling og fer aðeins hægar en “universal” stillingin. Ég set oftast strax á hraðari stillinguna en mæli með fyrst að setja á “delicate”, þegar húðin er ennþá að venjast burstanum.
Það er best að nota gelhreinsi sem freyðir. Mér finnst æði að taka farðann fyrst af með andlitsvatni og síðan hreinsa húðina með gelhreinsi. Mér finnst þessi hreinsir æði en hann er einmitt líka frá Clarisonic en það er auðvitað hægt að nota sinn uppáhalds gelhreinsi.
Það er ótrúlega auðvelt að skipta um bursta. Ég á sem sagt tvo bursta, annar er aðeins grófari og hreinsar ótrúlega vel. Hinn burstinn er með lengri hár og er mun mildari. Ég notaði alltaf mildari burstann fyrst, til þess að leyfa húðinni að venjast.
Þessi bursti er mesta snilldin og finnst mér hann ómissandi í húðrútínuna! Ég myndi samt ekki láta ykkur bregða ef þið fáið bólu fyrst eftir að þið notið burstann því hann hreinsar svo ótrúlega vel.
Takk fyrir að lesa xx
– Guðrún Helga Sörtveit
Instagram: gudrunsortveit
Snapchat: gsortveitmakeup
Skrifa Innlegg