fbpx

“HOW TO” KRULLUR // MYNDBAND

HÁR

Halló!

Ég er byrjuð að prófa mig áfram á IGTV sem nýr og skemmtilegur fídus á instagram. IGTV er stytting fyrir “Instagram TV” og á að líkjast YouTube. Það er hægt að setja inn stutt og löng myndbönd. Ég hugsa að það sé gaman að setja myndbönd þangað inn sem maður vill að séu aðgengileg og eru of löng fyrir instastory.

Fyrsta myndbandið mitt er “How to” Krullur en þar er ég að sýna hvernig ég krulla á mér hárið og hvaða vörur ég nota. Ég er oft spurð út í hárið mitt, hvernig ég krulla það og hvaða hárvörur ég nota. Ég er langt frá því að vera einhver hársnillingur en þetta er ótrúlega einfalt og sérstaklega með réttu vörunum. Þið finnið þetta krullu myndband á instagram-inu mínu @gudrunsortveit en það er líka hægt að horfa á IGTV í gegnum tölvuna. Vala Fanney vinkona mín, myndbandssnillingur, tók þetta upp og setti þetta saman fyrir mig. Það er gott að eiga góða að og fá hjálp í eitthverju sem maður er ekki góður í.

Ýttu á myndina og þá ferðu beint inná IGTV hjá mér

 

Takk fyrir að lesa xx

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

VANGAVELTUR

Skrifa Innlegg