Halló!
Núna er ég komin 37v+2 og ákvað að þegar ég væri komin 37 vikur væri góður tími til að fara græja heimferðar/spítalatöskuna. Ég sýndi á instagraminu mínu smá frá ferlinu og fékk margar spurningar um hvað ég ætlaði að taka með mér og svo framvegis. Ég ákvað því að gera lista með því sem ég ætla taka með mér en það gæti vel verið að ég sé að taka of mikið eða sumum finnst ég taka of lítið. Mér finnst allavega betra að vera með meira heldur enn minna. Ég veit ekkert nákvæmlega hvað ég er að fara út í og ef það vantar eitthvað, þá er auðvelt að að sækja það því við búum á höfuðborgarsvæðinu og fjölskyldan alltaf á hliðar línunni til að skjótast og sækja það sem vantar.
Þessi listi er saman blanda af listanum sem ég fékk af fæðingarfræðslunni sem ég fór á og það sem aðrir hafa mælt með. Þetta er alls ekkert heilagur listi og á örugglega eitthvað eftir að bætast við.
Mér finnst betra að taka meira af fötum en minna fyrir hana. Þegar kemur að því hvaða stærðir ég er að taka með þá ákvað ég að taka með mér heil/náttgalla í stærð 50 og 56.
Fyrir hana
Föt:
3x náttgallar
3x samfellur
1x peysa og buxur
1x þunnur ullargalli
2x klóruvettlingar
2x þunnar húfur
2x teppi
1x heimferðarsett/galli
2x teppi
1x uglupoka
Annað:
1x bleyjupakki
1x naglaklippur
1x Mexikanahattur
2x snuddur og snudduband
1x bursti
1x pakka af grisjum/blautþurkkur
3x taubleyjur
1x sótthreinsi
Bílstóll
Ég keypti þessa snilldar farangurspokar sem heita FÖRFINA í IKEA – Þetta er algjör snilld! Það var svo auðvelt að pakka og fer lítið fyrir öllu. Einnig verður mun þægilegra að sækja fötin og ganga frá þeim. Síðan er hægt að nota þetta þegar maður er að ferðast. Ég þarf klárlega að fá mér fleiri svona.
Þetta voru sex farangurspokar en þurfti ég bara að nota fjóra fyrir allt hennar dót. Mjög þægilegt!
Ég á eftir að pakka fyrir mig og Steinar en ég ætla græja það bara þegar nær dregur
Fyrir mig
Létt föt
Auka föt til skiptana
Náttföt
Kósý sokka
Snyrtidót, tannbursta og tannkrem
Varasalva
Vatnsbrúsi
Fyrir maka/fæðingarfélagi
Þægileg föt
Auka föt til skiptana
Innskór
Hlý peysa
Annað
Myndavél
Hleðslutæki
Eitthvað narsl, orkustangir og Powerade
Tónlist
Taskan sem ég er að nota er ræktartaskan mín en mér finnst þetta vera fullkomin taska fyrir allt dótið hennar og ég ætla nota þetta einnig sem skiptitösku. Það er hægt að minnka og stækka hana, er með tveimur handföngum og tveimur stórum vösum að framan sem er mjög þægilegt fyrir hluti sem maður nota oft.
Takk fyrir að lesa xx
Guðrún Helga Sørtveit
Skrifa Innlegg